Innlent

Atvinnuleysi stendur í stað

Um tvö komma níu prósent landsmanna voru atvinnulaus í ágúst sem er jafn hátt hlutfall og á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt virðist því ekki draga úr atvinnuleysi. Í morgunkorni Íslandsbanka segir að ástæðan virðist vera aukinn framleiðni og innflutningur vinnuafls. Þessi staða haldi aftur af vaxtahækkun Seðlabankans og veki upp spurningar um hvort framleiðsluslaki sé enn í hagkerfinu þrátt fyrir mikinn vöxt. Mun fleiri voru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu eða þrjú komma fimm prósent en eitt komma níu prósent á landsbyggðinni. Vinnumálastofnun telur að atvinnuleysið minnki í september og reynist á bilinu tvö komma sex til til tvö komma níu prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×