Fleiri fréttir

Tekist á um nýbúaskýrslu

Alþjóðahúsið gagnrýnir nýútkomna skýrslu um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við nýbúa. Í skýrslunni segir meðal annars að skoða þurfi vandlega samstarf við Alþjóðahúsið vegna þess hversu miklir fjármunir eru settir í þennan eina þátt.

Árangurslaus fundur

Ekkert markvert gerðist á samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna í gær. Vika er í boðað verkfall kennara.

Villtust við Heklurætur

Tveir menn sem gengið höfðu á Heklu á laugardag óskuðu aðstoðar við að komast að bíl sínum, á öðrum tímanum í fyrrinótt. Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út og kom mönnunum til hjálpar og komust þeir að bíl sínum heilir á húfi.

Klór geymdur á opnu svæði

Fimmtán prósenta klór var geymdur úti á plani við Vesturvör í Kópavogi og var öllum aðgengilegur. Eigandi efnanna er fyrirtækið Mjöll-Frigg ehf. sem hefur sótt um leyfi fyrir klórgasframleiðslu og lagerhalds hjá Kópavogsbæ. Lögreglan hefur beðið forráðamann fyrirtækisins að fjarlægja klórinn.

Undrast leirfokstölur Landsvirkjun

"Heildarrúmmál á jarðvegi sem lendir undir vatni í Hálslóni þegar það er í hámarki, en er ofan vatnshæðar að vori þegar lægst stendur í lóninu, getur verið um 30 milljónir rúmmetra, bara austan megin við lónið," segir sérfræðingu sem Skipulagsstofnun fékk til að fara yfir matsskýrslur um Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma.

Til stendur að fjölga sérfræðingum

"Það er vilji til þess, að halda áfram að vinna í samræmi við þær hugmyndir sem starfsstjórn um málefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins skilaði af sér á síðasta ári," sagði Þór Þórarinsson skrifstofustjóri Félagsmálaráðuneytisins um fyrirhugaða fjölgun sérfræðinga við stöðina.

Ryðsveppur að breiðast út

Ryðsveppur í ösp er að breiðast út um landið. Asparryðs hefur orðið vart á Norðurlandi og á Suðurlandi er ástandið slæmt á Kirkjubæjarklaustri. Fyrst kom sveppurinn fram í Hveragerði og á Selfossi árið 1999.

Skaftafell í 5 þúsund ferkílómetra

Fyrir liggur áætlun um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Hana kynnti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra á fundi í Skaftafellsstofu í þjóðgarðinum í Skaftafelli í gær.

Svöðusár í andliti Flóans

Verktakar sem rutt hafa möl ofan af toppi Ingólfsfjalls í Ölfusi hafa stöðvað þá vinnu, eftir að Skipulagsstofnun úrskurðaði efnistöku með þeim hætti óheimila. Efnistakan sögð "eins og svöðusár í andliti." </font /></b />

Málshöfðun fastur liður

"Í öll þau skipti sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar hefur verið dæmd, að minnisblaðsmálinu meðtöldu, hafa þeir bakað ríkinu ómældan kostnað með ósvífnu málastappi. Setji þeir þetta í sama farveg verður þetta orðinn fastur útgjaldaliður í ríkisbókhaldinu."

Nóttin róleg

Nóttin var mjög róleg hjá Lögreglunni í Reykjavík. Fáir voru í miðbænum en tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur sem telst varla til tíðinda, enda segir lögregla að það sé eins og að degi til í miðri viku. Sömu sögu var að segja um mest allt land, á Akureyri og víðar.

Ók yfir handlegg barns og stakk af

Ökumaður jeppabifreiðar ók yfir handlegg á barni  í Keflavík fyrr í vikunni og stakk af frá vettvangi samkvæmt vef Víkurfrétta. Lögreglan í Keflavík lýsir nú eftir ökumanninum og vill hafa af honum tal.

Nú styttist í þessu

„Nú styttist í þessu,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra við fréttamenn þegar hann mætti í Stjórnarráðið í morgun til að fara á fyrsta ríkisstjórnarfund sinn eftir veikindi og þann næst síðasta á samfelldum þrettán ára ferli sínum sem höfuð ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherraskiptin verða 15. september.

KÍ semur við Barnaskóla Hjalla

Fulltrúar Hjallastefnunnar og Kennarasambandið undirrituðu í gær samning um að framlengja gildandi kjarasamning með nokkrum breytingum fyrir grunnskólakennara við Barnaskóla Hjalla. Verkfalli þar hefur því verið afstýrt. Þetta er fyrsti kjarasamningurinn sem KÍ undirritar í haust.

Sinfóníuhljómsveitin með opið hús

Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með opið hús fyrir alla aldurshópa frá klukkan eitt til fjögur í dag í Háskólabíói. Á þéttskipaðri dagskrá er ýmislegt að finna því að salir hússins munu iða af fjöri í allan dag. Sem dæmi má nefna að Maríus Sverrisson syngur og hljóðfæraleikarnir munu bregða á leik og spila hver á annars hljóðfæri.

10 milljónum bjargað árlega

Alþjóði Rauði krossinn áætlar að tíu milljónum mannslífa sé bjargað á hverju ári með því að nágrannar og vegfarendur veita fórnarlömbum óhappa eða slysa skyndihjálp á vettvangi. Í dag er skyndihjálpardagur Rauða krossins og gefur hann út leiðbeiningar um alþjóðlega samræmingu á hjálp í viðlögum.

Íslenskar myndir í Toronto

Þrjár íslenskar myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem fer fram 9.-18. september. Hátíðin er ein sú stærsta í heimi og mjög mikilvæg fyrir sölu á myndum til Bandaríkjanna að því er segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Skjálftar norður af Hveravöllum

Fjöldi smáskjálfta varð í nótt og í dag norður af Hveravöllum. Hafa skjálftarnir farið upp í 3,1 á Richter. Ekki er hægt að segja um það að svo stöddu hvort að hrinan boði nokkuð en svipuð hrina af smáskjálftum var á svæðinu í mars á þessu ári.

Færra fé í réttum en í fyrra

Reykjaréttir á Skeiðum og Tungnaréttir í Biskupstungum standa nú yfir en í gær var réttað í Skaftholtsréttum í Gnúpverjahreppi og í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi. Heldur færra fé er í réttum núna en í fyrra þar sem færra fé er rekið á fjall samkvæmt fréttavef Suðurlands.

Búið að sprengja 77% ganganna

Gröftur ganganna undir Almannaskarð hefur gengið vel að undanförnu. Í dag er búið að sprengja um 890 metra að sunnanverðu auk fimm metra að norðanverðu. Samtals er því búið að sprengja um 77% af heildarlengd ganganna sem verða um 1.150 metrar í bergi.

Kajakmennirnir halda áfram

Leiðangur blindu kajakmannanna við Grænlandsstrendur heldur áfram eftir að þeir lentur í slagviðri í fyrrinótt. Þeir þurftu að gera hlé á ferð sinni í gær þar sem slæmt var í sjóinn en voru hins vegar bjartsýnir á að veðrið myndi ganga niður í dag og þeir kæmust af stað.

Dauðsfallið rakið til hjartastopps

Dauðsfall þrjátíu og þriggja ára manns, sem lést þegar til átaka kom milli hans og lögreglunnar í Keflavík á fimmtudag, er rakið til skyndilegs hjartastopps. 

Síminn seldur án skilyrða

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina stefna að sölu Landssímans án skilyrða. Hins vegar bárust skýr skilaboð í gær frá þungaviktarmönnum innan Framsóknarflokksins um að höfuðatriði væri að dreifikerfi um land allt væri tryggt áður en fyrirtækið yrði selt.

Skemmdarverk framin á styttu

"Ég skil ekki hvernig fólk getur gert slíkt og mér og fleirum líður ákaflega illa út af þessu," segir Kjuregej Alexandra Argunova, listakona, en í fyrrinótt voru framin skemmdarverk á listaverki hennar af Sölva Helgasyni sem staðið hefur á horni Grettisgötu og Snorrabrautar um hríð.

Togstreita í stjórnarsamstarfinu

Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla.

Davíð hvergi hættur

Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra, ætlar ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum þrátt fyrir erfið veikindi í sumar og ætlar bjóða sig aftur fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta ári. Hann stjórnaði sínum fyrsta og jafnframt næstsíðasta ríkisstjórnarfundi í gærmorgun eftir erfið veikindi.

Mun sakna Stjórnarráðsins

Davíð Oddsson forsætisráðherra stýrði sínum næstsíðasta ríkisstjórnarfundi í morgun, á þessu kjörtímabili að minnsta kosti. Hann segist munu sakna Stjórnarráðsins og Kvosarinnar. 

Ráðherrann með hreina samvisku

Félagsmálaráðherra óttast ekki að þurfa að greiða Helgu Jónsdóttur borgarritara skaðabætur vegna þess að hún var ekki skipuð ráðuneytisstjóri, enda hafi hæfasti umsækjandinn verið ráðinn og málefnaleg rök færð fyrir því.

Margir unnu að vináttulistaverki

;Ég teiknaði hjörtu og síðan gaf ég upp símanúmerið mitt þannig að ef einhverjum vantar vin þá getur hann hringt í mig," segir Hanna Lea Magnúsdóttir, tólf ára, en hún var ein margra sem lögðu hönd á eitt stærsta vináttulistaverk Íslandssögunnar þegar Grafarvogsdagurinn var haldinn í gær með ýmsum uppákomum.

Vilja pólskukennslu í grunnskólum

Um eitt þúsund íbúa Hafnarfjarðar eru af erlendum uppruna samkvæmt nýlegri skýrslu sem gerð var um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við nýbúa. Flestir þeirra eru frá Póllandi, eða um 120.

Aukin tortryggni og ótti

Íslenskur heimspekingur segir að einhver helstu áhrif hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin fyrir þremur árum séu aukin tortryggni og ótti í heiminum. Árásanna var víða minnst í dag.

Íbúaaukning á Hólastað

Ekki hafa fleiri búið á Hólastað síðan á miðöldum þegar þar var biskupsstóll í blóma. Vegna stóraukins íbúafjölda hafa menn vart undan að byggja íbúðir á svæðinu.

Davíð kannast ekki við skilyrði

Þingmenn Framsóknarflokks eru óánægðir með hægagang í uppbyggingu dreifikerfis Símans. Þingflokkurinn gerði uppbyggingu dreifikerfisins að skilyrði fyrir einkavæðingu. Davíð Oddsson forsætisráðherra kannast ekki við slík skilyrði.

Betur fór en á horfðist

Tveir slösuðust lítillega þegar strætisvagn og tveir fólksbílar lentu í árekstri á mótum Smáragötu og Hringbrautar á tíunda tímanum í gærkvöldi. Loka varð kafla Hringbrautar vegna slyssins þar sem annar fólksbíllinn valt við áreksturinn og var óttast á tímabili að um alvarlegt slys væri að ræða.

Gaseitrun ekki orsök sjúkdómsins

Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði á Rannsóknastofu Háskólans í lyfja- og eiturefnafræði, segir alveg víst að riða sé smitsjúkdómur og orsakist ekki af gaseitrun vegna gerjunar í úrgangi dýra. Fram komu kenningar um slíkt í kjölfar riðu sem uppgötvaðist á bænum Árgerði í Skagafirði í sumar.

Samningur tekur gildi í áföngum

Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur átt í viðræðum við forystu Verkalýðsfélagsins Hlífar vegna samnings um ræstingar í stofnunum og skólum bæjarins. Mikil óánægja hefur verið meðal ræstingafólks sem starfar hjá bænum, rúmlega hundrað manns, með samning sem bæjarstjórnin ætlaði að gera við einkafyrirtæki sem bauð lægst í verkið.

Aftur í hálfa gátt hjá Halldóri

Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra útilokar ekki ESB-aðild í stefnumarkandi ræðu í Borgarnesi í dag þrátt fyrir orð hans í gær um "nýlendustefnu". </font /></b />

Túlka ummælin á ólíka vegu

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sakaði Halldór um að hafa skipt um skoðun í Fréttablaðinu í gær. Eiríkur Bergmann sem er varaþingmaður Samfylkingarinnar og óumdeilt helsti sérfræðingur flokksins í Evrópumálum telur formanninn taka rangan pól í hæðina.

Páll Skúlason ekki í endurkjöri

Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, hyggst ekki gefa kost á sér að nýju er kjörtímabili hans lýkur næsta vor. Rektor er kjörinn til fimm ára í senn en næsta kjör rektors er hið fyrsta eftir að ný lög voru sett um hvernig það skuli fara fram.

Gatnakerfi borgarinnar er sprungið

Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur sem sækja vinnu eða eiga önnur erindi í höfuðborgina á háannatíma eru tíu til fimmtán mínútum lengur á leiðinni nú en áður vegna aukinnar umferðar. </font /></b />

klukkustund að aka 15 kílómetra

"Ég er nú ekki venjulega á ferð svona snemma dags en það tók mig heilar 50 mínútur að komast þessa fimmtán kílómetra," segir Sigurður B. Finnsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Fleiri mislæg gatnamót

"Það er ekki bara í Reykjavík sem framkvæmdir og umferðartafir geta farið í taugarnar á mér," segir Steinn Ármann Magnússon leikari, en hann er búsettur í Hafnarfirði og sækir oft vinnu í önnur bæjarfélög. Steinn segir undarlegt hversu víða sé verið að setja upp hringtorg þegar slíkar hugmyndir hafi verið settar á hilluna erlendis.

Þung umferð alla daga

"Það er alveg sama úr hvaða átt er komið í borgina, alls staðar er stórvandamál að komast leiðar sinnar á skikkanlegum tíma," segir Marteinn S. Björnsson, leigubílstjóri hjá Hreyfli. Marteinn ekur bíl sínum alla morgna og fullyrðir að aldrei fyrr hafi umferðin í bænum verið jafn mikil.

Tíu dagar í kennaraverkfall

Tíu dagar eru í boðað verkfall kennara náist ekki samningar við launanefnd sveitarfélaganna. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldskólakennurum.

Ráðuneytið rökstyður ráðningu

Félagsmálaráðherra sendi í gær Helgu Jónsdóttur, borgarritara, umbeðinn rökstuðning fyrir skipun Ragnhildar Arnljótsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Helga var ekki búin að lesa rökstuðninginn þegar blaðið fór í prentun og vildi ekkert láta eftir sér hafa.

Sjá næstu 50 fréttir