Innlent

Páll Skúlason ekki í endurkjöri

Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, hyggst ekki gefa kost á sér að nýju er kjörtímabili hans lýkur næsta vor. Rektor er kjörinn til fimm ára í senn en næsta kjör rektors er hið fyrsta eftir að ný lög voru sett um hvernig það skuli fara fram. Þeir sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir arftakar Páls eru Ágúst Einarsson prófessor og deildarforseti Viðskiptaskorar, Einar Stefánsson prófessor í læknadeild, Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis- og menntunarfræði og forseti félagsvísindadeildar, Kristín Loftsdóttir lektor í mannfræði, Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og deildarforseti stjórnmálafræðiskorar, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor í mannfræði, Sigurður Brynjólfsson prófessor í verkfræði og forseti verkfræðideildar, Vésteinn Ólason prófessor í íslenskum bókmenntum og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og forseti raunvísindadeildar og Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsvísindadeild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×