Innlent

Íbúaaukning á Hólastað

Ekki hafa fleiri búið á Hólastað síðan á miðöldum þegar þar var biskupsstóll í blóma. Vegna stóraukins íbúafjölda hafa menn vart undan að byggja íbúðir á svæðinu. Íbúafjöldi á Hólum, þessum forna höfuðstað Norðurlands, hefur vaxið hratt undanfarin ár í tengslum við eflingu Hólaskóla. Nemendafjöldi hefur aukist um 60% á síðustu fjórum árum en á Hólum er hægt að nema hrossarækt, fiskeldi og ferðamálafræði. Nú er svo komið að íbúafjöldi á veturna er hátt í tvö hundruð manns og staðurinn iðar af lífi eins og forðum. Nú er verið að byggja alls 43 nýjar íbúðir fyrir nemendur og næsti áfangi gerir ráð fyrir tuttugu og þremur til viðbótar. Það stefnir því óðum í að íbúar á Hólastað verði aftur eins margir og þegar á staðnum var biskupsstóll í blóma, á þeim tíma þegar staðurinn var ekki aðeins kirkjuleg miðstöð á sínum gullaldarárum, heldur einnig menningarleg miðstöð allrar þjóðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×