Innlent

10 milljónum bjargað árlega

Alþjóði Rauði krossinn áætlar að tíu milljónum mannslífa sé bjargað á hverju ári með því að nágrannar og vegfarendur veita fórnarlömbum óhappa eða slysa skyndihjálp á vettvangi. Í dag er skyndihjálpardagur Rauða krossins og gefur hann út leiðbeiningar um alþjóðlega samræmingu á hjálp í viðlögum. Skyndihjálp á að verða ennþá einfaldari og aðgengilegri. Markmiðið er að í hverri fjölskyldu sé að minnsta kosti einn sem geti beitt aðferðum í skyndihjálp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×