Davíð kannast ekki við skilyrði 11. september 2004 00:01 Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þingflokkur Framsóknarflokks kemur saman innan tíðar til að ræða sölu Símans, en eitt skilyrða þingflokksins vegna hennar var að lokið yrði við uppbyggingu dreifikerfis fyrirtækisins. Innan þingflokksins heyrast einnig þær raddir að grunnnetið verði undanskilið við söluna, en það samrýmist ekki yfirlýstum sjónarmiðum ráðherra Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra kannast ekki við skilyrði Framsóknarflokks um uppbyggingu dreifikerfisins. Í viðtali við Útvarpið sagði hann að ágóða af sölu Símans mætti nýta til að ljúka uppbyggingu kerfisins. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks telur að um misminni hljóti að vera að ræða hjá Davíð. "Þetta var áhersluatriði í okkar þingflokki á síðasta kjörtímabili þegar tekin var ákvörðun um söluna. Davíð útilokar þetta enda ekki og vísar til að nú taki Halldór við forsætisráðuneytinu og þar af leiðandi stjórn einkavæðingarnefndar," sagði hann. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, segir að það sé ekki að sjá að stjórnendur Símans hafi nokkurn áhuga haft á að byggja upp dreifikerfi Símans og telur að skort hafi á pólitískan þrýsting um uppbygginguna. Hann vill taka einkavæðinguna til endurskoðunar. "Við samþykktum að selja Símann í þeirri mynd sem hann þá var, en ekki eins og hann er nú, fjarskipta- og sjónvarpsfyrirtæki." "Allir landsmenn þurfa að hafa jafnan aðgang bæði að dreifikerfi og gagnaflutningum," segir Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks. "Við fáum ekki fyrirtæki út á land ef þar er bara ISDN tenging. Svo hefur fólk ekki einu sinni jafnan aðgang að fjarnáminu sem er stærsta byggðamál allra tíma. Síminn hefur náttúrlega bara alls ekki verið að standa sig í þessu," bætti hún við. "Við erum búin að borga af þessu nákvæmlega sama kostnað og aðrir en fáum ekki þjónustuna," segir Bergur Bjarni Karlsson, bæjarstjórnarmaður Framsóknarflokks í Bolungarvík. "Ég hef ekki trú á því að grunnnetið verði byggt upp í höndum einkaaðila heldur ráði þá arðsemiskröfur."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira