Innlent

Margir unnu að vináttulistaverki

;Ég teiknaði hjörtu og síðan gaf ég upp símanúmerið mitt þannig að ef einhverjum vantar vin þá getur hann hringt í mig," segir Hanna Lea Magnúsdóttir, tólf ára, en hún var ein margra sem lögðu hönd á eitt stærsta vináttulistaverk Íslandssögunnar þegar Grafarvogsdagurinn var haldinn í gær með ýmsum uppákomum. Ingibjörg Sveinsdóttir, myndlistarkennari í Húsaskóla, segir ekki víst hvað verði gert við vináttulistaverkið en það verði varðveitt í heilu lagi. Grafarvogsbúar og gestir og gangandi tóku sér skriffæri í hönd og tjáðu sig skriflega eða í myndum og segir Ingibjörg allt vingjarnlegt hafa verið leyfilegt á borðann. Hún sagðist ekki hafa haft tíma til að til að taka út listræna hæfileika á borðanum en greinilegt að margir vingjarnlegir hefðu látið sitt eftir liggja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×