Innlent

Færra fé í réttum en í fyrra

Reykjaréttir á Skeiðum og Tungnaréttir í Biskupstungum standa nú yfir en í gær var réttað í Skaftholtsréttum í Gnúpverjahreppi og í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi. Heldur færra fé er í réttum núna en í fyrra þar sem færra fé er rekið á fjall samkvæmt fréttavef Suðurlands. Bæði hefur fjárbændum fækkað og svo reka margir ekki á fjall vegna hættu á riðusmiti við samgang fjár. Lilja Loftsdóttir fjalldrottning segir leit hafa gengið vel. Ekkert fé hafi verið lengst inni á afréttinum en þangað fara Flóamenn, Skeiðamenn og Gnúpverjar saman og lögðu upp 1. september. Vel smalaðist Gnúpverjamegin þegar nær dró og veður var skaplegt. Hins vegar var vonskuveður í vesturleit Flóa- og Skeiðamanna á miðvikudag. Búast má við fjárrekstrum meðfram vegum víða í Árnessýslu í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×