Innlent

Tíu dagar í kennaraverkfall

Tíu dagar eru í boðað verkfall kennara náist ekki samningar við launanefnd sveitarfélaganna. Grunnskólakennarar fóru síðast í dagsverkfall 27. október 1997. Þremur árum áður stóðu þeir í sex vikna verkfalli ásamt framhaldskólakennurum. Á vef Kennarasambands Íslands er haft eftir Finnboga Sigurðssyni, formanni Félags grunnskólakennara, að legið hafi við að formlega slitnaði upp úr kjaraviðræðunum á þriðjudag. Við Fréttablaðið sagði hann hvern í sinni skotgröfinni. Formaður launanefndar sveitarfélaganna segir hins vegar að þegar rétti takturinn í samningarviðræðunum finnist taki einungis fáeina daga að ná samningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×