Innlent

Búið að sprengja 77% ganganna

Gröftur ganganna undir Almannaskarð hefur gengið vel að undanförnu. Í dag er búið að sprengja um 890 metra að sunnanverðu auk fimm metra að norðanverðu. Samtals er því búið að sprengja um 77% af heildarlengd ganganna sem verða um 1.150 metrar í bergi. Samkvæmt fréttavef Hornafjarðar er þessa dagana unnið við vegfyllingar að sunnanverðu og byggingu vegskála að norðanverðu. Alls vinna nú um 35 manns við verkið auk þeirra ellefu jarðgangamanna sem eru í fríi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×