Innlent

Fleiri mislæg gatnamót

"Það er ekki bara í Reykjavík sem framkvæmdir og umferðartafir geta farið í taugarnar á mér," segir Steinn Ármann Magnússon leikari, en hann er búsettur í Hafnarfirði og sækir oft vinnu í önnur bæjarfélög. Steinn segir undarlegt hversu víða sé verið að setja upp hringtorg þegar slíkar hugmyndir hafi verið settar á hilluna erlendis. "Svo dettur engum í hug að setja mislæg gatnamót neins staðar. Það er eitthvað bogið við slíkar áætlanir en á það verður að líta að sumarið er tíminn fyrir framkvæmdir ýmiss konar og maður lætur ekki allt fara í taugarnar á sér."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×