Innlent

Málshöfðun fastur liður

"Í öll þau skipti sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar hefur verið dæmd, að minnisblaðsmálinu meðtöldu, hafa þeir bakað ríkinu ómældan kostnað með ósvífnu málastappi. Setji þeir þetta í sama farveg verður þetta orðinn fastur útgjaldaliður í ríkisbókhaldinu." Þetta sagði Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalagsins um þau ummæli forsætisráðherra að ekki væri gert ráð fyrir 500 miljónum króna til handa öryrkjum í fjárlögum komandi árs. Garðar kvaðst ekki trúa því að Halldór Ásgrímsson og framsóknarmenn "hafi fallist á að láta fráfarandi forsætisráðherra draga sig niður á þetta plan." Það væri að verða eins og ósjálfráður kækur hjá þeim að láta heldur dæma sig og ríkið í stað þess að hafa rétt við í samskiptum við öryrkja, virða gildandi lög og gerða samninga. "Löglærður forsætisráðherrann veit auðvitað að næg vitni eru að því að þessi samningur var gerður og ekki síður hvað í honum fólst. Eins veit endurskoðandinn Halldór að kostnaðarmat hefðu þeir aldrei getað lagt á þennan samning nema fyrir hefði legið um hvað var samið. Kjarkurinn og karlmennskan eru þó ekki meiri en svo að nú reynir forsætisráðherrann að hræða okkur með því að málskostnaður geti hugsanlega lent á öryrkjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×