Fleiri fréttir

Dældaði bíl og barði mann

Lögreglan á Selfossi sleppti manni úr haldi í gær, sem í fór talsvert frjálslega með áfengisflösku aðfaranótt sunnudags og skaðaði mann og bíla með henni. Í fyrsta lagi drakk hann ótæpilega úr flöskunni á almanna færi, sem er brot á áfengislögum.

Halldór Blöndal til Svíþjóðar

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, fer í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í dag og stendur heimsóknin til 1. september. Halldór verður í boði forseta sænska þingsins, Björns von Sydow. Fundur þingforsetanna verður í Sigtuna.

Hætti rekstri Vélamiðstöðvar

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hún tekur undir málflutning borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og telur ámælisvert að Vélamiðstöðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, taki þátt í opnu útboði vegna gámaþjónustu á vegum Sorpu byggðarsamlags.

Sex sækja um Hæstaréttardómara

Að minnsta kosti sex sækja um stöðu Hæstaréttardómara í stað Péturs K. Hafstein, sem lætur af embætti 1. október, en frestur til að sækja um stöðuna rann út um helgina. Nöfn þeirra sem sækja um stöðu Hæstaréttardómara verða gerð opinber klukkan 4 í dag.

Vilja ekki selja Landssímann

Þingflokkur Vinstri-grænna vill halda Landssímanum í opinberri eigu, þetta kemur fram í tilkynningu sem flokkurinn sendi frá sér í dag. Þar segir að það sé úrslitaatriði hvað varðar byggðarþróun og jafna stöðu landsmanna að öllum sé tryggður fullnægjandi og jafngildur aðgangur að nútíma fjarskiptum.

Krani fellur á hús

Mildi þykir að ekki urðu slys á fólki þegar 50 tonna byggingakrani féll á nýbyggingu í Hafnarfirði síðdegis. Tuttugu manns voru við vinnu í húsinu þegar slysið varð.

Umsækjendur til Hæstaréttardómara

Sjö sóttu um embætti hæstaréttardómara í stað Péturs Kr. Hafsteins sem senn lætur af embætti. Fjórir þeirra sóttu um stöðu dómara í fyrra. Dómsmálaráðherra skipar í stöðuna að fenginni umsögn Hæstaréttar.

Færri sviptir ökuréttindum

Á síðasta ári fækkaði þeim sem sviptir voru ökuréttindum á grundvelli umferðarpunkta um rúmlega helming, úr 148 ökumönnum árið 2002 í 72 í fyrra. Karlar, sem misstu ökuréttindin, eru í miklum meirihluta, eða 94%, og voru rúmlega 67% þeirra 20 ára eða yngri.

Rannsóknum á hrefnum haldið áfram

Rannsókum á hrefnum verður haldið áfram í haust. Sextán 200 þúsund króna merki verða fest á bak hrefna. Annars vegar tíu merki sem sýna staðsetningu þeirra. Hins vegar sex merki sem safna upplýsingum um köfunarhegðun dýranna.

Þorskur í hrefnum fyrir norðan

Þorskur hefur fundist í magainnihaldi hrefna norðan við landið við vísindaveiðar Hafrannsóknastofnunarinnar. Þorskur virðist því vera reglulegur hluti af fæðu hrefnu hér við land, segir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingu

Karlar vinna ekki á fæðingagangi

Körlum er meinað að vinna við ummönnun og aðstoð ljósmæðra á fæðingagangi Landspítalans - háskólasjúkrahúsi. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að leyfilegt hafi verið að hafna umsóknar karlmanns sem sótti um starfið þegar starf hans við býtibúr og ræstingar innan deildarinnar var lagt niður.

Skúta sökk norðvestur af Garðskaga

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði og Björg frá Rifi ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF Líf, voru kölluð út á fimmtatímanum í dag eftir að neyðarkall barst frá kanadískri skútu um að hún væri að sökkva 43 sjómílur norðvestur af Garðskaga.

Lögreglan ætti að prófa smábíla

"Eitt helsta vandamálið er að búnaður lögreglubíla er það mikill orðinn að hann kemst illa fyrir í smærri bílum," segir Guðmundur H. Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Lögreglubílar á Íslandi eru flestir af stærri gerðinni og vekur athygli að það á líka við um höfuðborgarsvæðið.

Gengi dollara bjargað miklu

"Dollarinn hefur verið mun lægri en í fyrra og það hefur bjargað mörgum verktakanum frá því að lenda illa í því," segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hlaðbæ-colas, en fyrirtæki hans er eitt það umfangsmesta í malbikunarframkvæmdum hér á landi.

Útboði frestað þrisvar

Ríkiskaup hafa auglýst opnun tilboða 14. september vegna kaupa á eldsneyti og olíum fyrir skip og flugvélar ríkisins, en því hefur verið frestað þrisvar. Ástæða frestsins er innan Ríkiskaupa sögð stafa af sumarfríum starfsmanna.

Sælkerakvöld til styrktar fötluðum

Landslið matreiðslumeistara býður fólki á sælkerakvöld á Broadway næstkomandi föstudagskvöld til fjáröflunar fyrir Íþróttasamband fatlaðra og þátttöku á ólympíumóti fatlaðra í Aþenu. Á bak við fjáröflunina stendur matreiðslumeistari, sem sjálfur varð fyrir því að upplifa erfið veikindi og er nú staðráðinn í að láta gott af sér leiða.

Vill gera víkingamynd á Íslandi

Kanadískur kvikmyndagerðarmaður af íslenskum ættum ætlar að gera kvikmynd byggða á hugmyndum Íslendinga um víkinga. Hann er staddur hér á landi til að safna hugmyndum. Íslenska sjónvarps- og kvikmyndaakademían varar fólk við samstarfi við manninn.

Vilja mislæg gatnamót

Nýr vegur um Svínahraun verður boðinn út með þeim valkosti að gatnamót Þrengslavegar og Suðurlandsvegar verði mislæg. Bæjarstjórn Ölfuss, sem þrýstir á mislæg gatnamót, hefur frestað ákvörðun um framkvæmdaleyfi.

Kennarar boða til verkfalls

Grunnskólakennarar boða til verkfalls í þessari viku. Verkfallið hefst eftir réttar þrjár vikur takist ekki að semja. Mikillar svartsýni gætir á meðal kennara.

Afrek að komast á Bandaríkjamarkað

Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi segir það afrek hjá Latabæ að komast inn á Bandaríkjamarkað. Hann telur hins vegar of snemmt að segja til um hvort Latibær verði ágóðafyrirtæki.

Sala símans skili miklum hagnaði

Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir því að sala á hlutabréfum ríkisins í Landssímanum skili umtalsverðum tekjum í ríkissjóð á næsta ári. Stefnt er að því að salan fari fram í kringum næstu áramót.

Krani og stillansar fuku

Maður slasaðist lítillega þegar byggingarkrani fauk um koll í hávaðaroki sem blés um Hafnarfjörð í gær. Maðurinn var við vinnu uppi á þaki fjölbýlishúss sem verið er að byggja við Daggarvelli þegar kraninn fauk um koll og féll á húsið. Brak úr krananum lenti á manninum. Að auki fuku stillansar sem reistir höfðu verið við húsið.

Einn lést þegar skúta sökk

Einn maður lést en öðrum var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar kanadísk skúta sökk suðvestur af Malarrifi upp úr klukkan fimm í gærdag. Mjög slæmt veður var þegar skútan fórst, hávaðarok og öldur sem náðu fjögurra til fimm metra hæð.

Sjóðurinn væri 8,4 milljarðar

Pétur Blöndal telur að sparisjóðir og minni fjármálafyrirtæki geti ekki keppt við ný lán bankanna. Einar Oddur Kristjánsson segir sparisjóðina verða að laga sig að nýjum aðstæðum.

Útseld vinna aukin á LSH

Forráðamenn Landspítalans ætla að leita leiða til að auka útselda þjónustu á spítalanum, að sögn Jóhannesar M. Gunnarssonar setts forstjóra LSH. Rekstur spítalans er nú 0,9% fram úr fjárheimildum eftir sjö mánaða uppgjör. </font /></b />

Annar skipverjanna látinn

Annar skipverjanna á kanadísku skútunni sem sökk síðdegis vestur af landinu er látinn. Hinn er óslasaður en er enn á sjúkrahúsi.

Eldur í fjölbýli við Austurbrún 6

Slökkvilið var fyrir stundu kallað að fjölbýlishúsinu við Austurbrún 6 í Reykjavík. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort um mikinn eldsvoða er að ræða en allt tiltækt slökvilið er á staðnum.

Gunnar G. Schram látinn

Gunnar G. Schram lagaprófessor er látinn. Hann var 73 ára að aldri. Gunnar kvæntist Elísu Steinunni Jónsdóttur árið 1957 og eignuðust þau fjögur börn en fyrir átti Gunnar eitt barn.

Fékk flösku í andlitið

Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Selfossi í nótt, annar fyrir að slá mann með flösku í andlitið en hinn fyrir ölvunarakstur.

Mældist á tæplega 200 km hraða

Lögreglan á Húsavík stöðvaði í morgun mann sem ekið hafði á ofsahraða frá Akureyri að flugvellinum á Húsavík við Aðaldalshraun. Ökumaðurinn keyrði á 140 kílómetra hraða innanbæjar á Akureyri og hóf lögregla þá eftirför.

1 árs gamalt barn brenndist illa

Eins árs gamalt barn í Reykjanesbæ brenndist illa og var flutt á slysadeild í Reykjavík í gær eftir að þriggja ára gamalt barn hafði skrúfað frá heitu vatni og lét renna í baðvask þar sem yngra barnið sat. Víkurfréttir greina frá þessu. 

Kverkatak Bjarkar á heiminum

„Aldrei vanmeta innblásna þvermóðsku listamanna.“ Þannig hefst dómur Jons Pareles um Medúllu, nýjustu plötu Bjarkar, í sunnudagsblaði New York Times í dag. Greinin ber yfirskriftina „Björk tekur heiminn kverkataki.“ 

Forsetinn villti á sér heimildir

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagði í upphafi vinum Dorritar Moussaief að hann væri stjórnunarsérfræðingur til að leyna því hver hann var í raun og veru. Þetta kemur fram í ítarlegri grein um Dorrit sem birtist í breska dagblaðinu <em>The Sunday Times</em> í dag og þar kennir ýmissa forvitnilegra grasa.

Kvenfangar verr staddir

Konur sem afplána fangelsisdóm eru almennt verr staddar en karlfangar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á félagslegri stöðu fanga á Íslandi sem Margrét Sæmundsdóttir, deildarstjóri hjá Fangelsismálastofnun, gerði en þetta er fyrsta könnun sinnar tegundar sem gerð er hér á landi. 

Skjálftahrina úti fyrir Siglufirði

Jarðskjálftahrina hófst á föstudag um 22 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Hrinan fór rólega af stað en frá klukkan eitt eftir miðnætti til klukkan tvö í gærdag náði hrinan hámarki. Þá mældust stærstu skjálftarnir í hrinunni til þessa 2,8 stig á Richter-kvarðanum.

Forstöðumaður UNICEF flytur erindi

Dr. Cream Wright, forstöðumaður menntamála hjá UNICEF, mun gera grein fyrir menntaherferð stofnunarinnar í 25 þróunarlöndum sem eiga við sérstaklega mikla erfiðleika í þessum efnum að stríða í erindi sem hann flytur í Háskólanum á Akureyri á morgun.

Brunnið á stórum hluta líkamans

Eins árs barn liggur alvarlega brennt á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa lent í heitu vatni í Keflavík í gær. Að sögn sérfræðings líður barninu eftir atvikum. Það er ekki í bráðri lífshættu en verður áfram á gjörgæsludeild, enda illa brennt og það á stórum hluta líkamans.

Tvöföld mismunun á landsbyggðinni

Með því að mismuna fólki á landsbyggðinni með húsnæðislánum er verið að koma á tvöföldum mismuni segir í ályktun Byggðaþings samtakanna Landsbyggðin lifi sem lauk í dag að Hólum. Þar segir að þar sem fasteignamat sé yfirleitt lægra úti á landi sé fráleitt að bæta lægra lánshlutfalli við.

Laðar ríka fólkið til Íslands

Breska stórblaðið <em>The Sunday Times</em> birti í dag grein þar sem íslensku forsetafrúnni, Dorrit Moussaieff, er lýst sem gríðarlega áhrifamikilli konu sem noti sín víðtæku persónulegu sambönd Íslandi til framdráttar, meðal annars til að finna fjárfesta fyrir íslensk fyrirtæki. Í greininni er tilhugalífi Dorritar og Ólafs Ragnars einnig lýst á ítarlegan hátt. 

Vonast eftir bráðabirgðaleyfi

Verkefnisstjórn hótelsins í Eimskipafélagshúsinu vonast eftir bráðabirgðaleyfi til að hefja framkvæmdir við bygginguna þann tíunda september ef byggingaleyfi liggur ekki fyrir. Helgi S. Gunnarsson hjá VSÓ ráðgjöf segist ekki telja annað en að slíkt leyfi eigi að vera auðsótt.

Kostnaðarlækkun um 1,3 milljarða

Kostnaður vegna sérfræðilækna myndi lækka um 1,3 milljarða króna að mati Ríkisendurskoðunar, ef Reykvíkingar notuðu þjónustuna í svipuðum mæli og Akureyringar. Formaður Læknafélagsins segir þeirri spurningu þó ósvarað hvort munurinn sé til góðs eða ills; heilbrigðisþjónusta snúist um fleira en peninga.

Hönnunargalla um að kenna

Hönnuðir viðbyggingar við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kannast ekki við þann hönnunargalla á byggingunni sem nefndur er í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðandi segir það hins vegar engan misskilning að hönnunargalli hafi verið ein af ástæðum þess að viðbyggingin stóð ónotuð í áratug.

Nýja leiðakerfið óhagkvæmt

Nýtt leiðarkerfi Strætó er gisnara en hið eldra og miðstöð þess er enn langt frá landfræðilegri miðju höfuðborgarinnar segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Hann óttast að nýja leiðarkerfið sé bæði óskilvirkara og óhagkvæmara en hið eldra. 

Ragnhildur sótti um í blálokin

Ragnhildur Arnljótsdóttir, nýskipaður ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu, sótti um starfið eftir að umsóknarfrestur hafði tvisvar sinnum verið framlengdur. Umsókn hennar var forystumönnum Framsóknar sem himnasending, því þeir voru komnir í bullandi jafnréttisvandræði einn ganginn enn. </font /></b />

Þriðjungur tekna í sekt í þrjú ár

Lilja G. Jóhannsdóttir hefur verið dæmd til að greiða 300 þúsund króna sekt fyrir að keyra undir áhrifum svefnlyfja sem eru henni nauðsynleg vegna lugnasjúkdóms og svefntruflana. Hún samdi um skuldina og greiðir þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum til ríkissins í þrjú ár.

Sjá næstu 50 fréttir