Innlent

Útboði frestað þrisvar

Ríkiskaup hafa auglýst opnun tilboða 14. september vegna kaupa á eldsneyti og olíum fyrir skip og flugvélar ríkisins, en því hefur verið frestað þrisvar. Ástæða frestsins er innan Ríkiskaupa sögð stafa af sumarfríum starfsmanna. Þar vilja menn ekki kannast við að lög um að hæfi bjóðanda hafi áhrif á útboðið. Samkeppnisstofnun opinberar í október niðurstöður sínar um meint ólögmætt samráð olíufélaganna Esso, Olís og Skeljungs. Talið er víst að öll félögin sendi inn tilboð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×