Karlar vinna ekki á fæðingagangi 30. ágúst 2004 00:01 Körlum er meinað að vinna við ummönnun og aðstoð ljósmæðra á fæðingagangi Landspítalans - háskólasjúkrahúsi. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að leyfilegt hafi verið að hafna umsóknar karlmanns sem sótti um starfið þegar starf hans við býtibúr og ræstingar innan deildarinnar var lagt niður. Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar, segir óheppilegt að fagþekking ákvarði hvort í lagi sé að karl eða kona sinni störfum innan deilda, sérstaklega á stöðum þar sem bæði kynin vinni alla jafa. "Ef finna á dómnum einhverja réttlætingu held ég að svona niðurstaða liggi frekar á tilfinningalegum nótum en því að hann sé byggður á faglegum grunni. Kvenlækningar er örugglega mjög viðkvæmt svið, en þó sérstakt sé vinna karlar á þessu sviði," segir Sigurður. Maðurinn starfaði með fjórum konum sem allar tóku við breyttu starfi innan deildarinnar eftir námskeiðahald. Í starfinu felst meðal annars að hagræða barni við brjóst mæðra, vera ljósmæðrum innan handar með aðföng við deyfingu og saumaskap eftir fæðingu og aðstoða konur að fara upp í kvenskoðunarstellingu í og eftir fæðingu. Manninum var tjáð að hann væri fullkomlega hæfur í starfið en fengi það ekki þar sem hann væri karlmaður. Ástæðan var sú að konur og aðstandendur þeirra frjábiðji sér oft að karlmenn séu viðstaddir fæðingu. Honum var boðin staða við ræstingar sem hann þáði ekki vegna lækkunar í launum. Margrét Hallgrímsson, sviðstjóri kvennasviðs Landspítalans - háskólasjúkrahúss, segir ávörðun um stöðuráðninguna hafa verið erfiða. "Æ fleiri konur fara fram á að karlmaður komi ekki að fæðingu hjá þeim og þá oft af trúarlegum ástæðum. Þar sem aðeins einn sérhæfður starfsmaður á þessu sviði sinnir hverri vakt hefði ekki verið hægt að koma til móts við óskir kvennanna," segir Margrét. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Körlum er meinað að vinna við ummönnun og aðstoð ljósmæðra á fæðingagangi Landspítalans - háskólasjúkrahúsi. Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að leyfilegt hafi verið að hafna umsóknar karlmanns sem sótti um starfið þegar starf hans við býtibúr og ræstingar innan deildarinnar var lagt niður. Sigurður Bessason, formaður stéttarfélagsins Eflingar, segir óheppilegt að fagþekking ákvarði hvort í lagi sé að karl eða kona sinni störfum innan deilda, sérstaklega á stöðum þar sem bæði kynin vinni alla jafa. "Ef finna á dómnum einhverja réttlætingu held ég að svona niðurstaða liggi frekar á tilfinningalegum nótum en því að hann sé byggður á faglegum grunni. Kvenlækningar er örugglega mjög viðkvæmt svið, en þó sérstakt sé vinna karlar á þessu sviði," segir Sigurður. Maðurinn starfaði með fjórum konum sem allar tóku við breyttu starfi innan deildarinnar eftir námskeiðahald. Í starfinu felst meðal annars að hagræða barni við brjóst mæðra, vera ljósmæðrum innan handar með aðföng við deyfingu og saumaskap eftir fæðingu og aðstoða konur að fara upp í kvenskoðunarstellingu í og eftir fæðingu. Manninum var tjáð að hann væri fullkomlega hæfur í starfið en fengi það ekki þar sem hann væri karlmaður. Ástæðan var sú að konur og aðstandendur þeirra frjábiðji sér oft að karlmenn séu viðstaddir fæðingu. Honum var boðin staða við ræstingar sem hann þáði ekki vegna lækkunar í launum. Margrét Hallgrímsson, sviðstjóri kvennasviðs Landspítalans - háskólasjúkrahúss, segir ávörðun um stöðuráðninguna hafa verið erfiða. "Æ fleiri konur fara fram á að karlmaður komi ekki að fæðingu hjá þeim og þá oft af trúarlegum ástæðum. Þar sem aðeins einn sérhæfður starfsmaður á þessu sviði sinnir hverri vakt hefði ekki verið hægt að koma til móts við óskir kvennanna," segir Margrét.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira