Innlent

Færri sviptir ökuréttindum

Á síðasta ári fækkaði þeim sem sviptir voru ökuréttindum á grundvelli umferðarpunkta um rúmlega helming, úr 148 ökumönnum árið 2002 í 72 í fyrra. Karlar, sem misstu ökuréttindin, eru í miklum meirihluta, eða 94%, og voru rúmlega 67% þeirra 20 ára eða yngri. Í ársskýrslu embættis ríkislögreglustjóra fyrir árið 2003 kemur fram að sektum var beitt fyrir 40.617 umferðarlagabrot og var of hraður akstur í 21.242 tilvikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×