Þorskur í hrefnum fyrir norðan 30. ágúst 2004 00:01 Þorskur hefur fundist í magainnihaldi hrefna norðan við landið við vísindaveiðar Hafrannsóknastofnunarinnar. Þorskur virðist því vera reglulegur hluti af fæðu hrefnu hér við land, segir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur. "Um 44 þúsund hrefnur eru við Ísland á sumrin. Út frá því og vitneskju um hvað dýrin þurfa sér til viðurværis er talið að hrefnur éti um tvær milljónir tonna af einhverri fæðu en við vitum ekki nægilega vel hver hún er," segir Gísli. Hann segir vísindaveiðarnar eiga að svara því. Enn sé ekki tímabært að segja til um hversu mikið af þorski hrefnur éti enda einungis um einum þriðja rannsóknanna lokið. "Fyrir fram höfðum við mjög litla þekkingu á fæðu hrefna. Það litla sem við vissum var byggt á samtals 60 magasýnum á 20 ára tímabili úr strönduðum, rotnuðum hvölum eða þeim sem höfðu drepist í netum. Það eru ekki góðar sýnatökur en það litla sem þær skiluðu var þó að þorskur var á meðal fæðutegundanna. Það er hlutur sem gæti haft mikla efnahagslega þýðingu ef rétt er. En sýnin voru svo fá að við töldum að það gæti hafa verið tilviljun. Nú höfum við fengið það staðfest að þorskur virðist vera reglulegur hluti af fæðu hrefnu hér við land," segir Gísli Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir ekki tímabært að draga ályktanir af niðurstöðu hvalrannsóknanna. "Engar ályktanir verða dregnar eða ákvarðanir teknar nema að rannsókninni lokinni," segir Árni. Hann segir rannsóknirnar gerðar þar sem rökstuddar grunsemdir hafi verið um að hrefnan neytti það mikils fiskjar að það gæti haft áhrif á efnahag landsins. Til hvaða aðgerða grípa eigi reynist grunsemdirnar réttar liggi ekki fyrir. Gísli segir að vetrartíminn verði nýttur til að vinna úr sýnunum sem safnað hafi verið. Næsta vor verði fyrstu niðurstöður rannsóknanna kynntar. Þó með þeim fyrirvara að rannsóknunum sé ekki lokið og frekari veiðar geti styrkt eða hrakið niðurstöðurnar. Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Þorskur hefur fundist í magainnihaldi hrefna norðan við landið við vísindaveiðar Hafrannsóknastofnunarinnar. Þorskur virðist því vera reglulegur hluti af fæðu hrefnu hér við land, segir Gísli Víkingsson hvalasérfræðingur. "Um 44 þúsund hrefnur eru við Ísland á sumrin. Út frá því og vitneskju um hvað dýrin þurfa sér til viðurværis er talið að hrefnur éti um tvær milljónir tonna af einhverri fæðu en við vitum ekki nægilega vel hver hún er," segir Gísli. Hann segir vísindaveiðarnar eiga að svara því. Enn sé ekki tímabært að segja til um hversu mikið af þorski hrefnur éti enda einungis um einum þriðja rannsóknanna lokið. "Fyrir fram höfðum við mjög litla þekkingu á fæðu hrefna. Það litla sem við vissum var byggt á samtals 60 magasýnum á 20 ára tímabili úr strönduðum, rotnuðum hvölum eða þeim sem höfðu drepist í netum. Það eru ekki góðar sýnatökur en það litla sem þær skiluðu var þó að þorskur var á meðal fæðutegundanna. Það er hlutur sem gæti haft mikla efnahagslega þýðingu ef rétt er. En sýnin voru svo fá að við töldum að það gæti hafa verið tilviljun. Nú höfum við fengið það staðfest að þorskur virðist vera reglulegur hluti af fæðu hrefnu hér við land," segir Gísli Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir ekki tímabært að draga ályktanir af niðurstöðu hvalrannsóknanna. "Engar ályktanir verða dregnar eða ákvarðanir teknar nema að rannsókninni lokinni," segir Árni. Hann segir rannsóknirnar gerðar þar sem rökstuddar grunsemdir hafi verið um að hrefnan neytti það mikils fiskjar að það gæti haft áhrif á efnahag landsins. Til hvaða aðgerða grípa eigi reynist grunsemdirnar réttar liggi ekki fyrir. Gísli segir að vetrartíminn verði nýttur til að vinna úr sýnunum sem safnað hafi verið. Næsta vor verði fyrstu niðurstöður rannsóknanna kynntar. Þó með þeim fyrirvara að rannsóknunum sé ekki lokið og frekari veiðar geti styrkt eða hrakið niðurstöðurnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira