Innlent

Hætti rekstri Vélamiðstöðvar

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hún tekur undir málflutning borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og telur ámælisvert að Vélamiðstöðin, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, taki þátt í opnu útboði vegna gámaþjónustu á vegum Sorpu byggðarsamlags. Telur stjórn SUS þátttöku Vélamiðstöðvarinnar sérstaklega óheppilega í ljósi þess að fjölmargir verktakar hafi lýst yfir áhuga á verkinu. Í tilkynningu SUS segir að fulltrúum í borgarstjórn beri að gæta þess að stofnanir og fyrirtæki borgarinnar þenji ekki starfsemi sína langt út fyrir lögbundin verkefni og bindi þannig hendur framtakssamra einkaaðila. SUS hvetur því til þess að Reykjavíkurborg hætti rekstri Vélamiðstöðvarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×