Fleiri fréttir

Kergja innan Framsóknar

Margir flokksmenn Framsóknarflokks eru afar ósáttir við þær málalyktir að Siv Friðleifsdóttur sé gert að láta af embætti umhverfisráðherra í september. Þeir óttast að vegna þessa eigi enn eftir að hrynja af litlu fylgi flokksins. Framsóknarkonur funda í Iðnó í dag og ræða næstu skref.

Vonbrigði án smásala

Heilbrigðisráðherra lýsir vonbrigðum með að lyfjasmásalar velti afleiðingum sparnaðaraðgerða ríkisins yfir á sjúklinga. Verið sé að setja af stað nefnd sem hafi það hlutverk með höndum að endurskoða lyfjalögin, meðal annars með tilliti til endurbóta á rekstrarumhverfi apótekanna.

Gylfi Þ. Gíslason látinn

Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi prófessor, alþingismaður og ráðherra, er látinn á áttugasta og áttunda aldursári.

Jafnréttisáætlun verði höfð í huga

Stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi-suður hefur sent frá sér ályktun þar sem lögð er áhersla á að jafnréttisáætlun flokksins frá 1996 verði höfð í huga þegar ráðherraskipti eiga sér stað þann 15. september næstkomandi.

Kviknaði út frá rafmagni

Líklegt er að eldurinn í húsakynnum Vélsmiðju Orms og Víglundar við Kaplahraun í gærkvöldi hafi kviknað út frá rafmagni, að því er fréttavefur Víkurfrétta greinir frá. Einn erlendur verkamaður var nærstaddur þegar eldurinn kviknaði.

Clintonhjónin kynna sér orkulindir

Hillary og Bill Clinton koma hingað til lands í heimsókn í næstu viku og eiga fundi með Íslendingum. Þau eru á ferð með sendinefnd bandarískra þungavigtarþingmanna.

Getur ekki fjallað um málið

Siðanefnd Háskóla Íslands getur ekki tekið til umfjöllunar mál aðstandenda Halldórs Laxness vegna bókar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um skáldið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun lögbann á hendur siðanefndarinnar vegna málsins. Þetta þýðir þó ekki að málaferlum vegna bókarinnar sé lokið.

Árni verði áfram

Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins.

Kanadískir gullgrafarar á Ísafirði

Gullgrafarar frá Kanada og ferðaþjónusta í Bretlandi nýta sér nálægð Ísafjarðar við Austur-Grænland og leigja flugvél frá Ísafjarðaflugvelli að því er fréttavefur Bæjarins besta greinir frá í dag. Þá eru til taks tvær Twin-Otter vélar sem fara að meðaltali eina ferð í viku yfir sumartímann.

Skemmtiferð á línuskautum

Nokkrir frumkvöðlar hafa ákveðið að skipuleggja skemmtiferð á línuskautum á sama tíma og Reykjavíkurmaraþonið fer fram næstkomandi laugardag. Þetta kemur í kjölfar þess að skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþonsins ákváðu að blása af línuskautahlaupið í ár sem átti að fara fram samhliða maraþoninu líkt og undanfarin ár.

Framsóknarflokkurinn fundar

Núna klukkan fjögur hófst þingflokksfundur Framsóknarflokksins þar sem væntanlega verður tilkynnt um breytingar á ráðherraliði flokksins. Sem kunnugt er eftirlætur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokknum umhverfisráðuneytið í næsta mánuði þannig að Siv Friðleifsdóttir hættir sem umhverfisráðherra.

Siv víkur úr ríkisstjórn

Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra mun víkja úr ríkisstjórn þann 15. september næstkomandi þegar Sjálfstæðismenn taka við umhverfisráðuneytinu. Þetta var tilkynnt eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins sem lauk rétt áðan.

Leynd yfir heimsókninni

Bill og Hillary Clinton koma hingað til lands á þriðjudaginn en ennþá virðist algjört leyndarmál hvað þau ætla sér að gera. Þingmannanefndin sem Hillary er í för með, ætlar hins vegar að kynna sér umhverfisvæna orku og hugmyndir um notkun vetnis hér á landi.

Tekjumunur landshluta mikill

Svo virðist sem tekjumunur milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar hafi fest sig í sessi á undanförnum árum. Nú eru skattgreiðendur á höfuðborgarsvæðinu með um fimm prósent hærri tekjur en landsmeðaltal en landsbyggðarfólk er að meðaltali tíu prósentum undir meðaltali.

Krefst fangelsisdóms

Sækjandi, í máli gegn Þjóðverja sem verið hefur verið í farbanni grunaður um manndráp af gáleysi, fór fram á maðurinn yrði dæmdur í fangelsi. Þjóðverjinn ók ölvaður bíl sem hann velti á Krísuvíkurvegi 24. júlí síðastliðinn, einn farþeganna í bílnum lést af áverkum sínum fimm sólarhringum eftir slysið.

Hannes vann lögbannsmálið

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að siðanefnd Háskóla Íslands væri óheimilt að fjalla um kæru, dætra Halldórs Laxness, á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni vegna ritunar hans á fyrsta bindi ævisögu Halldórs Laxness, áður en niðurstaða fæst hjá dómstólum um frávísunarkröfuna.

Umfjöllun siðanefndar bönnuð

Vafi leikur á hvort siðanefnd Háskóla Íslands hefur nægilega stoð í lögum til að fjalla um ágreiningsmál að mati dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Nefndinni var í dag bannað að fjalla um kæru erfingja Halldórs Laxness á hendur Hannesi Hólmsteini vegna útgáfu bókarinnar <em>Halldórs</em>, fyrsta bindis ævisögu skáldsins.

Siv hverfur úr ríkisstjórn

Siv Friðleifsdóttir hverfur úr ríkisstjórn 15. september. Hún er ekki sátt við það og telur ákvörðun þingflokksins brjóta í bága við nær öll möguleg viðmið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, boðar frekari breytingar á ráðherraliði flokksins vorið 2006.

Ítalir afneita upprunanum

Ítalskir fjölmiðlar fara háðulegum orðum um frammistöðu landsliðs síns í knattspyrnu í gær. Íslendingar upplifðu sögulega stund, en eins og fréttamaður Stöðvar 2 komst að vilja Ítalir búsettir hér á landi varla kannast við að vera Ítalir.

Margir fóru sökum troðnings

"Þetta var alveg á grensunni hjá okkur, ég efast um að við förum aftur í svona framkvæmdir á næstunni," segir Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, um áhorfendafjöldann á landsleik Íslands og Ítalíu á miðvikudagskvöld. Rúmlega tuttugu þúsund manns sóttu leikinn, sem er met, en margir kusu að hverfa frá sökum troðnings.

Söfnun lokið á Patreksfirði

"Við dæmum þetta sem svo að þetta sé komið, það vantar einhverja örfáa þúsundkalla upp á," segir Geir Gestsson sem efndi til samskota á Patreksfirði til að fjármagna sendi til að ná útsendingum Skjás eins. Vesturbyggð lögðu 200 þúsund krónur til í söfnunina og var þá nærri því búið að safna þeim 900 þúsund krónum sem stefnt var að.

Bæjarstjóri neitar sjónhverfingum

Bæjarstjóri Seltjarnarness frábiður sér ásakanir um sjónhverfingar við kynningu á nýju skipulagi á Seltjarnarnesi. Andstæðingar íbúðablokka segja of lítið gert úr þeim á kynningarmyndum.

Götumynd Aðalstrætis gjörbreytt

Götumynd Aðalstrætis, elstu götunnar í Reykjavík, er gjörbreytt og nýja hótelið þar er að taka á sig mynd. Fréttamaður Stöðvar kynnti sér framkvæmdirnar í dag, meðal annars í kjallara hússins þar sem talið er að rústir landnámsbæjar Ingólfs Arnarsonar sé að finna.

Ráðstefna um málefni daufblindra

Félagsleg einangrun er eitt erfiðasta vandamálið sem daufblindir eiga við að stríða. Norræn ráðstefna um málefni þeirra er nú haldin í Reykjavík.

Ráðstefna um heilsuhagfræði

Alþjóðleg ráðstefna um heilsuahagfræði mun fara fram í Reykjavík dagana 20. og 21. ágúst þar sem á annað hundrað vísindamanna frá fjölda þjóða kynna nýjustu rannsóknir sínar á þessu sviði.

5. sæti í samkeppnishæfni

Ísland er í fimmta sæti yfir samkeppnishæfustu ríki veraldar á nýjum lista svissnesku rannsóknarstofnunarinnar IMD sem kynntur var í gær. Ofar eru Bandaríkin, Singapúr, Kanada og Ástralía. Ísland er raunar samkeppnishæfasta ríki Evrópu samkvæmt listanum.

Ekki inn fyrir lögsögu Norðmanna

Íslensku skipin þrjú sem eru við síldveiðar á Svalbarðasvæðinu fara ekki inn fyrir lögsögu Norðmanna á nýjan leik fyrr en skýr skilaboð þess efnis berast frá útgerðarfélögum. Þetta segir Markús Jóhannesson, fyrsti stýrimaður á Vilhelm Þorsteinssyni EA, eins skipanna þriggja.

Hjón villtust á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru sendar af stað í gærkvöld eftir að neyðarlínunni barst símtal frá þýskum hjónum sem óskuðu aðstoðar upp á Fimmvörðuhálsi. Þau sögðust villt sökum mikillar þoku á Hálsinum og óskuðu aðstoðar við að komast í öruggt skjól.

Skorað á Halldór að þyrma Siv

Stjórn fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði hefur skorað á formann Framsóknarflokksins og þingflokk framsóknarmanna að taka tillit til þess að oddviti framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi hafi flest atkvæði á bak við sig af þingmönnum flokksins, þegar gerðar verða breytingar á ráðherraliði flokksins þann 15. september næstkomandi.

Ísland - Ítalía í kvöld

Í dag, 18. ágúst, er 218 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Stefnt er að því að fylla Laugardalsvöll í tilefni dagsins en landslið Ítala sækir okkar menn heim í kvöld.

Magnús hlýtur lýðheilsuverðlaunin

Magnús Scheving hlýtur Norrænu lýðheilsuverðlaunin í ár en þau eru veitt einstaklingi, samtökum eða stofnun sem hafa lagt fram mikilvægan skerf til að bæta lýðheilsu á Norðurlöndum.

Vopn notuð í fíkniefnaviðskiptum

Vopnabúr sem lögregla í Hafnarfirði og Reykjavík fann við húsleit í fyrrinótt var notað sem greiðsla í fíkniefnaviðskiptum. 

Konan á gjörgæsludeild

Kona á sjötugsaldri, sem var í fólksbíl sem lenti í hörðum árekstri við jeppa við Kotströnd á Suðurlandsvegi um Verslunarmannahelgina, er enn á gjörgæsludeild en er komin úr öndunarvél. Karlmaður á sama aldri, sem einnig var í fólksbílnum, hefur hins vegar verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann var einnig í öndunarvél fyrst eftir slysið.

Árni víki úr ríkisstjórn

Formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði segir að Árni Magnússon eigi að víkja þegar ráðherrum Framsóknarflokksins verður fækkað um einn þann fimmtánda september. Sjálfur segir Árni að ákvörðunin sé þingflokksins og hann muni hlíta henni þegar þar að kemur.

Skólasókn 16 ára aldrei betri

Skólasókn 16 ára ungmenna hefur aldrei verið betri hér á landi en á síðasta ári. Heldur fleiri stúlkur en drengir eru í skóla og er munurinn mestur á Austurlandi.

Tíundi hver lögreglumaður er kona

Nærri einn af hverjum tíu lögreglumönnum er kona og hefur hlutfall lögreglumenntaðra kvenna aukist verulega undanfarin ár. Fyrir sjö árum, eða árið 1997, var hlutfall lögreglumenntaðra kvenna 4,3%, en í upphafi síðasta árs voru 75 konur starfandi í lögreglunni á móti 728 körlum, eða 9,3%.

Lítil áhrif á síldarvertíðina

Brotthvarf íslenskra skipa af Svalbarðasvæðinu hefur lítil áhrif á síldarvertíðina í ár því síldin er á leið inn í efnahagslögsögu Norðmanna, þar sem þeir sjálfir veiða hana. Markmið þeirra með aðgerðum sínum undanfarið er því ekki að vernda síldarstofninn, segir framkvæmdastjóri LÍÚ.

Auðveldara að skipta um kennitölu

Norrænu samstarfsráðherrarnir ákváðu á fundi sínum, sem haldinn var á Íslandi í síðustu viku, að endurskoða norræna samninginn um þjóðskrá. Markmiðið með endurskoðuninni er það að koma á samstarfi um rafræn skipti á upplýsingum úr þjóðskrá, þannig að auðveldara verði fyrir Norðurlandabúa að fá nýja kennitölu þegar þeir flytjast á milli Norðurlandanna.

Tvær milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag útgerðarfélagið Vísi til að greiða manni sem slasaðist við löndum úr skipi félagsins tæpar tvær milljónir króna í bætur. Slysið varð í Grindavíkurhöfn árið 1999 og meiddist maðurinn á hendi.

Aðsóknarmetið verður slegið

Aðsóknarmetið að knattspyrnuleik á Íslandi verður slegið í kvöld, það er ljóst. Nú þegar er búið að selja vel yfir 18000 miða á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu á Laugardalsvelli, en fyrra met var sett í Evrópuleik Vals og portúgalska liðsins Benfica, en þá voru rétt um 18000 manns á vellinum og setið og staðið alls staðar sem hægt var að drepa niður fæti.

Hjólastólar á Menninganótt

Sérstaklega verður hugað að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða á Menningarnótt Reykjavíkur um næstu helgi með því að lána þeim sem þurfa, hjólastóla. Höfuðborgarstofa og Eirberg ehf hafa náð samkomulagi þess efnis.

Styrktarreikningur fyrir börn Sri

Söfnun er hafin til styrktar börnun Sri Rhamawati sem myrt var af barnsföður sínum og fyrrverandi sambýlismanni í byrjun júlí. Sem kunnugt er, lætur Sri eftir sig þrjú börn, sem dveljast nú hjá móðursystur sinni.

Heimildarmynd um heri

Tveir sjónvarpsmenn frá danska hernum hafa verið hér á landi undanfarna daga við tökur á heimildamynd um heri á Norðurlöndum. Þeir hafa m.a. heimsótt Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæsluna.

Fálkinn styrkir fálka

Þjónustu- og tæknifyrirtækið Fálkinn ætlar að veita tveimur og hálfri milljón króna til styrktar villtum dýrum í hremmingum. Þetta er gert í tilefni af aldarafmæli fyrirtækisins. Samningur milli fyrirtækisins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins var undirritaður laust fyrir klukkan fimm og verður komið upp aðstöðu til þjálfunar og fleira í því skyni..

Uppfærslan boðin innanlands

Risastór hugbúnaðarviðbót við Windows XP stýrikerfið verður boðin sem innanlandsniðurhal. Viðbótin bætir öryggi stýrikerfisins og virkni Internet Explorer vafrans þannig að notendur geta slökkt á auglýsingagluggum. Þá er að ljúka íslenskun á uppfærslunni, en henni má hlaða niður síðar.

Sjá næstu 50 fréttir