Innlent

Heimildarmynd um heri

Tveir sjónvarpsmenn frá danska hernum hafa verið hér á landi undanfarna daga við tökur á heimildamynd um heri á Norðurlöndum. Þeir hafa m.a. heimsótt Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, dómsmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæsluna. Heimildarmyndin verður í fjórum þáttum og verður sýnd á Discovery Channel frá september og fram í desember. Sjónvarpsmaðurinn Lars Bøgh Vinther sér um viðtöl og þáttagerð og með honum er kvikmyndatökumaðurinn Jeppe Wahlstrøm. Þeir tóku m.a. viðtöl við sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar og fræddust um störf þeirra hér heima og í Írak. Einnig fóru þeir með þyrlu Landhelgisgæslunnar er áhöfn hennar æfði fjallahífingu í klettunum fyrir ofan bæinn Stardal.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×