Innlent

Ítalir afneita upprunanum

Ítalskir fjölmiðlar fara háðulegum orðum um frammistöðu landsliðs síns í knattspyrnu í gær. Íslendingar upplifðu sögulega stund, en eins og fréttamaður Stöðvar 2 komst að vilja Ítalir búsettir hér á landi varla kannast við að vera Ítalir. Annar eins mannfjöldi hefur aldrei komið saman á einum knattspyrnuleik á Íslandi og metið verður líklega seint slegið. Og ekki voru úrslitin minna tilefni til að fagna, að minnsta kosti hjá Íslendingunum, en hvað segja Ítalir? Simon Panjia, starfsmaður á veitingastað í Reykjavík, segist ekki vera ítalskur heldur íslenskur, samt meira í gríni en alvöru. Og Simon hefur sínar eigin skýringar á því hvers vegna þetta gerðist; hann telur að of miklir peningar, stelpur og drykkja orsaki þetta slaka gengi ítalska landsliðsins.   Fabio Patrizi hefur verið búsettur hér á landi í árafjöld. Hann gat því ekki stillt sig um að halda líka með Íslendingum. Hann segir þetta ekki hafa verið nógu gott hjá Ítölunum en hjarta hans sé að helmingi íslenskt. Ítalskir fjölmiðlar fara háðulegum orðum um frammistöðu síns liðs í dag, kalla þetta enn eina niðurlæginguna og segja að heiður liðsins horfinn. Fabio segir fjölmiðlana hins vegar benda á að ítalska liðið tapai alltaf fyrsta leiknum eftir að nýr þjálfari tekur við. Króatískur samstarfsmaður Fabios segir það ekki skipta máli hvort menn séu frá stóru eða litlu landi. Ef þeir leggi allt sitt í leikinn muni þeir ávallt vinna.          



Fleiri fréttir

Sjá meira


×