Innlent

5. sæti í samkeppnishæfni

Ísland er í fimmta sæti yfir samkeppnishæfustu ríki veraldar á nýjum lista svissnesku rannsóknarstofnunarinnar IMD sem kynntur var í gær. Ofar eru Bandaríkin, Singapúr, Kanada og Ástralía. Ísland er raunar samkeppnishæfasta ríki Evrópu samkvæmt listanum. Í niðurstöðun rannsóknarinnar segir að Ísland sé svo ofarlega þar sem frammistaðan hafi batnað á milli ára. Hér á landi sé hið opinbera skilvirkt og félagslegir innviðir sterkir. Efnahagur landsins sé traustur og skilvirkni í viðskiptalífinu mikil; starfsfólk sveigjanlegt og mjög fært um að laga sig að aðstæðum. Að auki teljast lítil mengun, góð almenn menntun og tæknilegir innviðir með. Til samanburðar má nefna að hin Norðurlöndin eru neðar á listanum: Danmörk í sjöunda sæti, Finnland í áttunda, Svíþjóð í ellefta og Noregur í sautjánda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×