Innlent

Tíundi hver lögreglumaður er kona

Nærri einn af hverjum tíu lögreglumönnum er kona og hefur hlutfall lögreglumenntaðra kvenna aukist verulega undanfarin ár. Fyrir sjö árum, eða árið 1997, var hlutfall lögreglumenntaðra kvenna 4,3%, en í upphafi síðasta árs voru 75 konur starfandi í lögreglunni á móti 728 körlum, eða 9,3%. Þá hefur lögreglumenntuðum konum í hærri stöðum einnig fjölgað. Engin kona er þó yfirlögregluþjónn en ein er aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þess má geta að 24 karlar gegna stöðu yfirlögregluþjóns og 28 aðstoðaryfirlögregluþjóns. Sú yfirmannsstaða sem flestar konur gegna er staða varðstjóra eða rannsóknarlögreglumanns eða 15 talsins. 222 karlar gegna slíkri stöðu. Umsóknarfrestur fyrir skólavist í Lögregluskóla ríkisins á næsta ári er runninn út. 124 sóttu um vist, 95 karlar og 29 konur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×