Innlent

Hjón villtust á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru sendar af stað í gærkvöld eftir að neyðarlínunni barst símtal frá þýskum hjónum sem óskuðu aðstoðar upp á Fimmvörðuhálsi. Þau sögðust villt sökum mikillar þoku á Hálsinum og óskuðu aðstoðar við að komast í öruggt skjól. Þegar sextán björgunarsveitarmenn á fjórum jeppum voru við það að hefja leit kom annað símtal frá fólkinu sem sagðist komið inn í Baldursskála. Töldu hjónin sig vera úr allri hættu og var þá ákveðið að senda björgunarsveitir aftur til síns heima. Þetta var þó ekki eina útkallið hjá björgunarsveitum á Suðurlandi í gær. Björgunarsveitin á Hellu aðstoðaði í gær þýskan ferðamenn við að draga jeppa upp úr drullupytt við Þórisós og Björgunarsveitin Dagrenning bjargaði tveimur kindum sem voru í sjálfheldu inni við Gluggafoss í Fljótshlíð. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×