Innlent

Auðveldara að skipta um kennitölu

Norrænu samstarfsráðherrarnir ákváðu á fundi sínum, sem haldinn var á Íslandi í síðustu viku, að endurskoða norræna samninginn um þjóðskrá. Markmiðið með endurskoðuninni er það að koma á samstarfi um rafræn skipti á upplýsingum úr þjóðskrá, þannig að auðveldara verði fyrir Norðurlandabúa að fá nýja kennitölu þegar þeir flytjast á milli Norðurlandanna. Með þessari breytingu verður norræna flutningsvottorðið afnumið, en það hefur hingað til þurft til þess að fá nýja kennitölu. Samstarfsráðherrarnir ræddu einnig breytingar á fjármögnum rannsóknasamstarfs og nýjar vinnureglur um samstarfið við grannsvæði Norðurlanda. Það var Siv Friðleifsdóttir samstarfsráðherra sem stjórnaði fundinum, en hún er formaður norrænu samstarfsráðherranna í ár, en Ísland fer sem kunnugt er með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni þetta árið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×