Innlent

Hjólastólar á Menninganótt

Sérstaklega verður hugað að aðgengi fyrir fatlaða og hreyfihamlaða á Menningarnótt Reykjavíkur um næstu helgi með því að lána þeim sem þurfa, hjólastóla. Höfuðborgarstofa og Eirberg ehf hafa náð samkomulagi þess efnis. Hægt verður að fá hjólastólana í Höfuðborgarstofu Aðalstræti 2, sem verður mitt í hringiðu atburða og því stutt í allt sem verður í boði. Stólarnir verða lánaðir í 5 klukkustundir í senn, auk þessa mun Ferðaþjónusta fatlaðra halda úti akstri til miðnættis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×