Innlent

Kviknaði út frá rafmagni

Líklegt er að eldurinn í húsakynnum Vélsmiðju Orms og Víglundar við Kaplahraun í gærkvöldi hafi kviknað út frá rafmagni, að því er fréttavefur Víkurfrétta greinir frá. Einn erlendur verkamaður var nærstaddur þegar eldurinn kviknaði. Það var vegfarandi sem tilkynnti um eldinn sem kom upp í suðurvegg hússins og teygði sig síðan upp á þak. Slökkviliðið var komið á staðinn innan við mínútu frá því eldurinn kviknaði, enda stutt í slökkvistöðina frá húsinu. Slökkviliðið hafði mikinn viðbúnað því mikið af gaskútum eru geymdir í húsinu og þ.a.l. hætta á gríðarlegum eldi ef hann hefði borist að kútunum. Slökkviliðið var hins vegar fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Lögreglan rannsakar málið og mun kanna verksummerki betur í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×