Innlent

Fálkinn styrkir fálka

Þjónustu- og tæknifyrirtækið Fálkinn ætlar að veita tveimur og hálfri milljón króna til styrktar villtum dýrum í hremmingum. Þetta er gert í tilefni af aldarafmæli fyrirtækisins. Samningur milli fyrirtækisins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins var undirritaður laust fyrir klukkan fimm og verður komið upp aðstöðu til þjálfunar og fleira í því skyni.. Fyrsti styrkþeginn er fálki sem er í umsjá Húsdýragarðsins og verið er að endurhæfa svo hægt verði að sleppa honum út í náttúruna. Til viðbótar við samninginn við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn styrkti Fálkinn Íþróttafélag fatlaðra um eina milljón króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×