Innlent

Aðsóknarmetið verður slegið

Aðsóknarmetið að knattspyrnuleik á Íslandi verður slegið í kvöld, það er ljóst. Nú þegar er búið að selja vel yfir 18000 miða á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu á Laugardalsvelli, en fyrra met var sett í Evrópuleik Vals og portúgalska liðsins Benfica, en þá voru rétt um 18000 manns á vellinum og setið og staðið alls staðar sem hægt var að drepa niður fæti. Þess má geta að portúgalski snillingurinn Esubio lék með Benfica á Laugardalsvellinum, en hann var þá einn allra besti knattspyrnumaður heims og var á stalli sem Beckham, Zidane og Ronaldi eru á í dag. Líklegt má telja að nærvera hans hafi haft nokkur áhrif á miðasöluna fyrir 36 árum, en þess má geta að þessi mikli knattspyrnumaður verður heiðursgestur á leiknum í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×