Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2025 19:36 Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, og Ólafur Egill Egilsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, eru ekki beint sammála um áform ríkisstjórnarinnar um stækkun Þjóðleikhússins. vísir/Ívar/vilhelm Skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri stækkun Þjóðleikhússins. Fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áformin skjóta skökku við í ljósi fyrirheita um aðhald í ríkissrekstri en listamaður segir að stækkunin komi til með að borga sig. Tilkynnt var í gær að stækka ætti Þjóðleikhúsið með nýjum 200 til 300 metra sal í tilefni 75 ára afmæli hússins. Fyrirhuguð viðbygging mun rísa við hlið Kassans á Lindargötu og er stefnt að því að hún verði um tvö til þrjú þúsund fermetrar að stærð. Vonir eru bundnar við það að húsið verði tekið í gagnið fyrir 80 ára afmæli Þjóðleikhússins.“ Myndi ekki detta í hug að stækka þyrfti Þjóðleikhúsið Ýmsir fagna áformunum en sumir telja fjármunum betur varið í annað. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM fangar til að mynda fréttunum. Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, sagði það óheppilegt að forsætisráðherra hafi sagt mikilvægt að beita aðhaldi í ríkisrekstri í ljósi óbreyttra stýrivaxta skömmu fyrir tilkynninguna. „Að sjá menningarmálaráðherran sirka tveimur klukkutímum síðar koma með yfirlýsingar um milljarða útgjöld í stækkun Þjóðleikhússins. Sem enginn gerði sér grein fyrir að væri einhver knýjandi þörf á. Þetta finnstir mér vera mikil spurning um trúverðugleika. Því að trúverðugleikinn í þessum efnum er þess eðlis að ef hann hverfur að þá aukast verðbólguvæntingarnar.“ Auknar verðbólguvæntingar komi til með auka verðbólgu og vexti að hans mati. „Ef ég væri spurður hver væri mest knýjandi framkvæmd ríkisins á þessum tímum þegar þarf að beita aðhaldi. Þá myndi mér örugglega ekki endast sólahringurinn til að láta mér detta í hug að það væri að stækka eða byggja við Þjóðleikhúsið.“ Þarf eitt endilega að útiloka annað? „Nei í rauninni ekki en mér finnst bara mikilvægt að stjórnvöld séu samkvæm sjálfum sér.“ Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi og samfélagsrýnir, segir tilkynningu um stækkun hringja háværum viðvörunarbjöllum: Geri reksturinn skilvirkari og borgi sig til lengri tíma Ólafur Egill Egilsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, segir stækkun Þjóðleikhússins snúast um skynsemi sem komi til með að borga sig til lengri tíma. „Ég held að það sé nú alltaf til fólk sem finnst ekki vera rétti tíminn til að setja peninga í menningu og svo eru aðrir sem finnst alltaf rétti tíminn til að setja pening í menningu. Þetta hús Þjóðleikhúsið reis hér á krepputímum og í heimsstyrjöld og sama má segja með Hörpuna og Hof það var í hruninu. Hann segir að ef ætlunin sé að reka Þjóðleikhús á annað borð og fjárfesta í því sé betra að gera það skynsamlega og með praktískum hætti. „Það hefur legið lengi fyrir að stækka. Þegar móðir mín Tinna Gunnlaugsdóttir var leikhússtjóri hér að þá lét hún gera úttekt á starfseminni og húsakosti og síðan þá og jafnvel fyrr hafa verið uppi áformum um það. Það hefur legið fyrir að það yrði bara að byggja við leikhúsið. Það vantar þessa rekstrareiningu hér sem er 300 til 400 manna salur sem gæti gert reksturinn miklu skilvirkari og betri.“ Viðar Eggertsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri er einnig meðal þeirra sem fagnar áformunum: Þú telur að þetta muni bara margborga sig svona til lengri tíma? „Ég held að þetta sé bara eins og maður segir á góðri íslensku no brainer. Ég held að þessi salur og þessi viðbót verði leikhúsinu lyftistöng og til framdráttar,“ segir Ólafur kíminn. „Það verður að vera þróun í þessu eins og öðru til að mæta kröfum samtímans. Íbúum fjölgar. Leikhúsgestum fjölgar. Við erum menningarþjóð. Við tókum um það ákvörðun að reka hér Þjóðleikhús og þá held ég að það sé um að gera að gera það með almennilegum og skilvirkum hætti.“ Menning Leikhús Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðleikhúsið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Tilkynnt var í gær að stækka ætti Þjóðleikhúsið með nýjum 200 til 300 metra sal í tilefni 75 ára afmæli hússins. Fyrirhuguð viðbygging mun rísa við hlið Kassans á Lindargötu og er stefnt að því að hún verði um tvö til þrjú þúsund fermetrar að stærð. Vonir eru bundnar við það að húsið verði tekið í gagnið fyrir 80 ára afmæli Þjóðleikhússins.“ Myndi ekki detta í hug að stækka þyrfti Þjóðleikhúsið Ýmsir fagna áformunum en sumir telja fjármunum betur varið í annað. Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM fangar til að mynda fréttunum. Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og oddviti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey, sagði það óheppilegt að forsætisráðherra hafi sagt mikilvægt að beita aðhaldi í ríkisrekstri í ljósi óbreyttra stýrivaxta skömmu fyrir tilkynninguna. „Að sjá menningarmálaráðherran sirka tveimur klukkutímum síðar koma með yfirlýsingar um milljarða útgjöld í stækkun Þjóðleikhússins. Sem enginn gerði sér grein fyrir að væri einhver knýjandi þörf á. Þetta finnstir mér vera mikil spurning um trúverðugleika. Því að trúverðugleikinn í þessum efnum er þess eðlis að ef hann hverfur að þá aukast verðbólguvæntingarnar.“ Auknar verðbólguvæntingar komi til með auka verðbólgu og vexti að hans mati. „Ef ég væri spurður hver væri mest knýjandi framkvæmd ríkisins á þessum tímum þegar þarf að beita aðhaldi. Þá myndi mér örugglega ekki endast sólahringurinn til að láta mér detta í hug að það væri að stækka eða byggja við Þjóðleikhúsið.“ Þarf eitt endilega að útiloka annað? „Nei í rauninni ekki en mér finnst bara mikilvægt að stjórnvöld séu samkvæm sjálfum sér.“ Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi og samfélagsrýnir, segir tilkynningu um stækkun hringja háværum viðvörunarbjöllum: Geri reksturinn skilvirkari og borgi sig til lengri tíma Ólafur Egill Egilsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, segir stækkun Þjóðleikhússins snúast um skynsemi sem komi til með að borga sig til lengri tíma. „Ég held að það sé nú alltaf til fólk sem finnst ekki vera rétti tíminn til að setja peninga í menningu og svo eru aðrir sem finnst alltaf rétti tíminn til að setja pening í menningu. Þetta hús Þjóðleikhúsið reis hér á krepputímum og í heimsstyrjöld og sama má segja með Hörpuna og Hof það var í hruninu. Hann segir að ef ætlunin sé að reka Þjóðleikhús á annað borð og fjárfesta í því sé betra að gera það skynsamlega og með praktískum hætti. „Það hefur legið lengi fyrir að stækka. Þegar móðir mín Tinna Gunnlaugsdóttir var leikhússtjóri hér að þá lét hún gera úttekt á starfseminni og húsakosti og síðan þá og jafnvel fyrr hafa verið uppi áformum um það. Það hefur legið fyrir að það yrði bara að byggja við leikhúsið. Það vantar þessa rekstrareiningu hér sem er 300 til 400 manna salur sem gæti gert reksturinn miklu skilvirkari og betri.“ Viðar Eggertsson, leikari, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri er einnig meðal þeirra sem fagnar áformunum: Þú telur að þetta muni bara margborga sig svona til lengri tíma? „Ég held að þetta sé bara eins og maður segir á góðri íslensku no brainer. Ég held að þessi salur og þessi viðbót verði leikhúsinu lyftistöng og til framdráttar,“ segir Ólafur kíminn. „Það verður að vera þróun í þessu eins og öðru til að mæta kröfum samtímans. Íbúum fjölgar. Leikhúsgestum fjölgar. Við erum menningarþjóð. Við tókum um það ákvörðun að reka hér Þjóðleikhús og þá held ég að það sé um að gera að gera það með almennilegum og skilvirkum hætti.“
Menning Leikhús Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þjóðleikhúsið Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira