Innlent

Ekki inn fyrir lögsögu Norðmanna

Íslensku skipin þrjú sem eru við síldveiðar á Svalbarðasvæðinu fara ekki inn fyrir lögsögu Norðmanna á nýjan leik fyrr en skýr skilaboð þess efnis berast frá útgerðarfélögum. Þetta segir Markús Jóhannesson, fyrsti stýrimaður á Vilhelm Þorsteinssyni EA, eins skipanna þriggja. Auk Vilhelms eru Þorsteinn ÞH og Hákon EA enn við veiðar þarna í nágrenninu. Huginn VE og Guðmundur VE hafa hins vegar haldið burt frá svæðinu. Markús segir síldina nú stefna í suðausturátt og að hún sé komin mjög nálægt lögsögu Norðmanna. Hann telur þó líklegt að beðið verði með að fara inn á Svalbarðasvæðið á ný, að minnsta kosti uns fundi utanríkisráðherra Íslands og Noregs lýkur í næstu viku. Hann segir veður á svæðinu orðið gott á nýjan leik og ágætlega beri í veiði hjá skipunum þremur sem þarna eru.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×