Innlent

Tvær milljónir í bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag útgerðarfélagið Vísi til að greiða manni sem slasaðist við löndum úr skipi félagsins tæpar tvær milljónir króna í bætur. Slysið varð í Grindavíkurhöfn árið 1999 og meiddist maðurinn á hendi. Deilt var um hvort maðurinn hefði átt einhvern þátt í slysinu, en Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að búnaður og aðstæður hafi verið ófullnægjandi þegar slysið varð og dæmdi því útgerðarfélagið til að verða við öllum kröfum mannsins, sem voru bætur upp á 1789 þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×