Fleiri fréttir

Slasaðist lífshættulega

Erlendur verkamaður var fluttur lífshættulega slasaður á sjúkrahús eftir bílveltu við Vatnsskarðsnámur á Krísuvíkurvegi í fyrrakvöld. Honum var haldið sofandi í öndunarvél í gær. Fimm voru í bílnum og voru hinir fjórir fluttir minna slasaðir á slysadeild.

Fjöldi hátíða um helgina

Fjöldi fólks lagði land undir fót um helgina og umferðin í átt til Reykjavíkur var farin að þyngjast verulega seinni partinn í gærdag að sögn lögreglunnar í Borgarnesi og á Selfossi.

Frestun gæti breytt niðurstöðunni

Réttarhöldum yfir morðingja hálfíslenskrar konu í Pensacola í Bandaríkjunum hefur verið frestað í áttunda sinn. Lögfræðingar, sem sérhæfa sig í að verja hagsmuni brotaþola, óttast að tafirnar hafi áhrif á dómsniðurstöðuna. Sonur hennar tekur í sama streng.

Mikið álag á starfsfólki

Þeir sem leita til slysadeildarinnar í Fossvogi geta þurft að bíða í allt að fjórar klukkustundir eftir þjónustu læknis. Yfirlæknir deildarinnar segir að mikið álag sé á starfsfólki, það fari örþreytt heim og sé ekki úthvílt þegar það mæti aftur til starfa.

Áfengisauglýsingar Moggans kærðar

Morgunblaðið auglýsir áfengi í tímariti um helgina þrátt fyrir blátt bann við slíkum auglýsingum í lögum. Hildur Hafstein hjá Lýðheilsustofnun segir að auglýsingarnar verði kærðar. Hún segir nauðsynlegt að gera lög um áfengisauglýsingar skýrari en þau séu margoft brotin. 

Draugabani á Ströndum

Á Ströndum læra menn að kveða niður drauga og ekki er vanþörf á því allt er morandi í draugum, segir Sigurður Atlason draugabani sem fréttastofan hitti í Hólmavík. Hann segist vera búinn að kveða niður þrjátíu drauga í sumar.

Vegagerð á Vestfjörðum á fullu

Unnið er hörðum höndum að því að bæta vegi á Vestfjörðum. Gangi framkvæmdir að óskum verða aðeins 35 kílómetrar án bundins slitlags í Ísafjarðardjúpi á næsta ári.

Geitungafaraldur í vændum

Í kjölfar mikilla hlýinda í sumar má búast við miklu magni geitunga og stórra geitungabúa í ágúst. "Stóru búin er orðin mörg hver vígaleg og erum við að búa okkur undir mikinn hasar í ágúst," segir Smári G. Sveinsson, meindýraeyðir og eigandi Varna og eftirlits

Ekki leitað um helgina

Engin skipuleg leit fór fram að Sri Rahmawati um helgina. Konunnar hefur verið saknað í réttar þrjár vikur. Fyrrverandi sambýlismaður hennar verður yfirheyrður í dag. Hann kærir ekki úrskurð um framlengingu á gæsluvarðhaldi.

Ólíklegt að Austurbær verði rifinn

Það eru ekki miklar líkur á því að niðurrif Austurbæjar verði heimilað," sagði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og forseti borgarstjórnar, er Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum hans vegna niðurstaðna úr skoðanakönnun.

Baráttan við smyglara

Fórnarlömb mansals trúa ekki sögum um örlögin sem bíða þeirra, segir sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli. Hann telur árangur hafa náðst bæði í baráttunni gegn smygli á fólki og fíkniefnum. </font /></b />

Maðurinn fannst látinn

Eiríkur Örn Stefánsson, sem lögreglan lýsti eftir á fimmtudag og björgunarsveitir leituðu að, fannst látinn í gærkvöld skammt frá meðferðarheimilinu Vogi. Þar hafði síðast sést til hans 5. júlí. Ekki er talið að refsiverð háttsemi tengist láti hans. Eiríkur Örn var 48 ára að aldri.

Skaut 3 skotum úr veiðiriffli

Lögreglan á Akureyri handtók laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi karlmann á þrítugsaldri. Maðurinn hafði veifað kraftmiklum veiðiriffli sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi í heimahúsi fyrr um kvöldið og skotið þremur skotum út í loftið. 

Alþjóðlegur laugardagur í miðbænum

Í dag er alþjóðlegur laugardagur í „Magnaðri miðborg“ þar sem alþjóðlegur hluti miðborgarinnar fær að njóta sín. „Mögnuð miðborg“ er yfirskrift skipulagðrar dagskrár í sumar í miðborg Reykjavíkur.

Lenti með hendi í sláttuvél

Kona í Garðabæ lenti með hendi í garðsláttuvél í vikunni og missti framan af þremur fingrum. Lögregla og sjúkralið voru kölluð á vettvang og var konan í kjölfarið flutt á slysadeild.

Ekið á fjölda kinda árlega

Ekið er á 20-25 kindur á ári í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði og eru þá ótaldar þær sem ekki er tilkynnt um til lögreglunnar. Í fæstum tilvikum verða slys á fólki en tjón á bílum hins vegar umtalsvert.

Markar ekki vatnaskil

Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir ráðstefnu Alþjóðahvalveiðiráðsins sem lauk á fimmtudag ekki marka nein vatnaskil í umræðunni um hvalveiðar í atvinnuskyni. Mikið starf sé enn fyrir höndum til að fá hvalveiðibanninu aflétt.

100 ára afmæli síldarvinnslu

Þess er nú minnst á Siglufirði að hundrað ár eru liðin frá því að síldarvinnsla hófst þar í bæ. Skemmtun gærkvöldins stóð langt fram á morgun og en bærinn fór aftur að vakna til lífsins þegar nær dró hádegi.

Á 176 km hraða á Reykjanesbraut

Um eittleytið í nótt stöðvaði lögreglan í Hafnarfirði karlmann á þrítugsaldri á 176 km hraða á Reykjanesbraut skammt frá Hafnarfirði, en þar er leyfilegur hámarkshraði 90 km á klukkustund. Maðurinn var að taka fram úr öðrum bíl þegar hann mældist á þessum hraða.

55 laxar á sex dögum

Finnskur hópur veiddi 55 laxa á sex dögum í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi en alls voru 230 fiskar komnir á land þegar þeir luku „hollinu“ í fyrradag. Fréttavefur Bæjarins besta hefur eftir Sigurjóni Samúelssyni veiðiverði að Laugardalsá sé orðin fengsælasta á landsins á hverja stöng og slægi þar með út Blöndu sem hafði efsta sætið áður.

Siglingaverndarlög kosta offjár

Ný lög um siglingavernd, sem tóku gildi 1. júlí sl., kosta þjóðarbúið hundruð milljóna króna. Þar af leggst margra milljóna kostnaður á hverja höfn vegna þáttar hafnarverndar í lögunum.

Kross tálgaður af Þórbergi

Á morgun verður opnuð merkt gönguleið í Staðarfjalli í Suðursveit og afhjúpaður kross, sem Þórbergur Þórðarson rithöfundur tálgaði, í Garðhvammi við Klukkugil. </span />Stutt dagskrá verður við byrjun gönguleiðarinnar og síðan verður farið upp í Garðhvamm en þangað er um klukkustundar ganga.

Fimm konur með barn í fangelsi

Fanta Silla, sem fékk fimm ára dóm fyrir e-töflusmygl, gæti orðið sjötta konan sem tekur barn sitt með sér í fangelsi hér á landi síðan Kvennafangelsið í Kópavogi var tekið í notkun fyrir fimmtán árum. Börnin geta búið þar hjá mæðrum sínum til tveggja ára aldurs.

Bílastæði fyrir fatlaða víkja

Tryggingastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við tillögur að breyttu skipulagi við Hlemmtorg. Samkvæmt tillögunni verða tvö bílastæði fyrir fatlaða tekin undir sérmerkta beygjuakgrein.

Stútungasaga undir beru lofti

Þessa dagana standa yfir leiksýningar undir berum himni í Heiðmörkinni. Þar er á ferðinni Stútungasaga sem fjallar á drepfyndinn hátt um Sturlungaöldina og er gert stólpagrín að helstu hetjum þess tíma. Leikhópurinn segist hafa gert sérstakan samning við manninn á efri hæðinni um gott veður allan sýningartímann.

Yfirbugaður með veiðiriffil

Engan sakaði þegar sérsveitarmenn og lögregla á Akureyri yfirbuguðu mann í gærkvöld sem braust inn í hús á staðnum vopnaður veiðiriffli. Maðurinn var undir áhrifum fíkniefna.

Fastar í neti skúrka

Stígamót þekkja dæmi um að starfsemi tengd nektardansi jaðri við að vera mansal og í sumum tilvikum telur Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, að um raunverulegt mansal hafi verið að ræða.

FÍB í mál við tryggingafélögin?

Ekki er útilokað að Félag íslenskra bifreiðaeigenda höfði dómsmál gegn tryggingafélögunum vegna ólögmæts samráðs. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hafnaði kröfu félagsins um að ómerkja úrskurð Samkeppnisráðs þar sem tryggingafélögin sluppu við sektir. Framkvæmdastjóri FÍB segir vinnubrögð samkeppnisyfirvalda í málinu til háborinnar skammar.

Betri rútur en áður

Það er liðin tíð að úr sér gengnar rútur frá Evrópu séu uppistaða íslenska rútuflotans. Nú eru ferðamenn fluttir um landið hreina á rútum sem menga minna. Nýjustu rúturnar má keyra 75 þúsund kílómetra áður en skipt er um olíu.

Sætir gagnrýni þróunarríkja

Fulltrúi Íslands í Alþjóðaviðskiptastofnuninni, WTO, hefur sætt gagnrýni frá þróunarríkjunum og alþjóðlegum stofnunum fyrir að hundsa ábendingar þeirra um alvarlegar afleiðingar vegna breytinga á tollareglum. Gagnrýnin sögð á misskilningi byggð.

Draugakastali í Djúpavík

Sex þúsund fermetra síldarverksmiðja, sem var á sínum tíma stærsta steinsteypta hús í Evrópu og miðstöð atvinnulífs á Vestfjörðum, stendur nú eins og draugakastali í Djúpavík á Ströndum. Stöð 2 fór og skoðaði þennan yfirgefna minnisvarða um gullár síldarævintýrsins - sem er reyndar alls ekki líflaus lengur.

Skaut úr hreindýrariffli

Sérsveitarmeðlimir aðstoðuðu lögregluna á Akureyri við að handtaka vopnaðan mann á föstudagskvöldið. Maðurinn sem er þrítugur að aldri og grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna stefndi til íbúa í Aðalstrætinu til að leita hefnda eftir árás sem hafði átt sér stað á Þórsvellinum fyrr um daginn

Málskotsrétturinn frá forseta

Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, segir í helgarviðtali við Fréttablaðið að ekki eigi að fella synjunarvald forseta samkvæmt 26. grein stjórnarskrár niður án þess að neitt annað komi í staðinn.

Missti meðvitund vegna gaseitrunar

Tólf ára gamall drengur kom fjögurra ára systur sinni til bjargar þegar hún missti meðvitund vegna metangaseitrunar við bæinn Oddgeirshóla í Hraungerðishreppi um hádegið í gær. Pilturinn færði systur sína undir bert loft en hún missti meðvitund er hún var að leik með kettlingi í fjósinu þar sem eitrunin kom upp.

Ómari enn hótað

Hótanir og þrýstingur gegn Ómari Ragnarssyni vegna umfjöllunnar hans um virkjanamálin í Sjónvarpinu héldu áfram eftir að ljóst var að hann væri að skrifa bókina „Kárahnjúkar með og á móti“.

Lögregla getur snúið við

Nú styttist í að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar verði opnuð almenningi og er von til að þær betrumbætur verði til þess að auka öryggi vegfarenda. Margir hafa hins vegar velt vöngum yfir því hvernig lögreglan færi að því að hafa hendur í hári ökuníðinga sem koma úr gagnstæðri átt.

Morð er ávísun á geðhjálp

Talið er að um 20 geðsjúkir séu á götunni og passi hvergi inn í kerfið. Gjarnan er um að ræða hættulegt fólk sem fær ekki aðhlynningu. Móðir sem DV ræddi við á son sem á við aðsóknarkennd eða paranóju að stríða. Honum hefur verið vísað frá geðdeild á þeim forsendum að hann sé ekki nógu veikur.

Ekkert spurst til mannsins

Ekkert hefur spurst til Eiríks Arnar Stefánssonar sem lögregla lýsti eftir í gær. Síðast sást til ferða hans við sjúkrastöðina Vog 5. júlí síðastliðinn. Lögreglu bárust upplýsingar um hvarf Eiríks 19. júlí, eða heilum tveim vikum eftir að síðast sást til hans.

Fischer kom Íslandi á kortið

Skáksamband Íslands afhendir í dag fulltrúa sendiherra Bandaríkjanna áskorun um að Bandaríkjaforseti náði Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák. Þótt hann sé ekki íslenskur ríkisborgari kemur málið okkur við, segja skákáhugamenn.

Fullt samráð við BHM

Menntamálaráðherra segir að fullt samráð verði haft við Bandalag háskólamanna og aðra hagsmunaaðila við endurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þeir fái þó ekki fulltrúa í nefndinni sem endurskoðar málefni Lánasjóðsins.

Þjóðaratkvæða- greiðsla möguleg

Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær.

Bylgjan vinsælasta útvarpsstöðin

Bylgjan er vinsælasta útvarpsstöð landsins og fer í fyrsta sinn yfir Rás 2 samkvæmt nýrri útvarpskönnun Gallups. Stöðvarnar hafa verið mjög jafnar í útvarpskönnunum undanfarið ár.

Engin vatnaskil í hvalveiðimálum

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, telur að niðurstöður á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins boði engin sérstök vatnaskil í baráttunni við að fá hvalveiðar í atvinnuskyni leyfðar.

Flugfélag Íslands hækkar fargjöld

Flugfélag Íslands mun hækka almenn fargjöld í innanlandsflugi um 3% að meðaltali frá og með 2. ágúst nk. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér rétt áðan og er ástæða hækkunarinnar sögð vera miklar hækkanir á eldsneytisverði.

5 ára fangelsi fyrir e-töflu smygl

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 26 ára konu í fimm ára fangelsi fyrir að reyna að smygla rúmlega 5 þúsund e-töflum inn í landið. Konan, sem heitir Fanta Sillah og er frá Afríkuríkinu Síerra Leóne, var stöðvuð í Leifsstöð þann 10. júní sl. og fundust töflurnar í bakpoka hennar. 

Sjá næstu 50 fréttir