Innlent

Betri rútur en áður

Það er liðin tíð að úr sér gengnar rútur frá Evrópu séu uppistaða íslenska rútuflotans. Nú eru ferðamenn fluttir um landið hreina á rútum sem menga minna. Nýjustu rúturnar má keyra 75 þúsund kílómetra áður en skipt er um olíu. Umhverfisvernd er ekki bara tískuhugtak. Sem dæmi um það er þróun í framleiðslu hópferðabíla eftir evrópsku umhverfisstöðlunum „Euro“ núll, einn, tveir og þrír. Eftir því sem talan er hærri mengar rútan minna og vélin nýtir eldsneytið betur. Árið 2002 náðu eigendur Austfjarðaleiðar markmiði sínu um að á 40 ára afmæli fyrirtækisins myndu tveir þriðju hlutar flotans uppfylla staðlana Euro 2 eða 3. Hlífar Þorsteinsson, eigandi Austfjarðarleiðar, er sannfærður um að bílarnir mengi minna. Þá vísar hann t.d. til þess að sumar rúturnar geti ferðast allt að 75 þúsund kílómetrum, og jafnvel meira, áður en skipt er um olíu.   Og umhverfisvænar rútur eru ekki kraftminni segir Ámundi Kristjánsson, bílstjóri hjá Guðmundi Tyrfingsyni. Hann segir svokölluð vistakstursnámskeið hafa hjálpað sér við að keyra sem jafnast. Í nýjustu rútunum eru komnar aksturstölvur sem sýna bílstjórum eyðsluna á hverjum tíma og það hjálpar vitanlega í vistakstrinum að sögn Ámunda. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×