Frestun gæti breytt niðurstöðunni 25. júlí 2004 00:01 Réttarhöldum yfir morðingja hálfíslenskrar konu í Pensacola í Bandaríkjunum hefur verið frestað í áttunda sinn. Lögfræðingar, sem sérhæfa sig í að verja hagsmuni brotaþola, óttast að tafirnar hafi áhrif á dómsniðurstöðuna. Sonur hennar tekur í sama streng. Dómarinn í málinu samþykkti að fresta réttarhöldunum yfir Sebastian Dexter Young þar sem verjandi hans átti í erfiðleikum með að fá gögn um veru hans í hernum. Young á yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að skjóta fyrrverandi konu sína, hina hálfíslensku Lucelle Mosco sem ávallt var kölluð Sissy, til bana með haglabyssu og særa sextán ára son hennar af fyrra hjónabandi, Jón Atla Júlíusson, lífshættulega með því að skjóta hann og stinga oftsinnis með hnífi. Lögmenn í Bandaríkjunum, sem annast réttargæslu fyrir fórnarlömb glæpa, fylgjast vel með réttarhöldunum í Pensacola og gagnrýna hve mjög þau dragast á langinn en morðið var framið í mars á síðasta ári. Nancy Newland, fyrrverandi formaður Favorhouse, sem er þjónustumiðstöð fyrir brotaþola, segir að því lengra sem frá líði, þeim mun líklegra sé að fólk gleymi sér. Hún segir það óþolandi stöðu fyrir lögfræðinga að slíkt komi upp. Jón Atli fluttist til Íslands eftir árásina og starfar nú í Mývatnssveit. Hann harmar mjög að réttarhöldunum skuli hafa verið frestað í áttunda sinn. Réttarhöldunum hefur áður verið frestað vegna rannsókna á geði sakborningsins en úr þessu verður þeim ekki fram haldið fyrr en um mánaðamótin október/nóvember. Jón Atli segir dómarann í málinu vera að láta af störfum innan tíðar og hann sé að reyna að fresta málinu eins og hann geti til að annar dómari taki við málinu. Aðspurður hvort hann óttist að frestunin gæti orðið til þess að dómurinn yfir Young verði vægari segir Jón Atli svo vera. Hann telur réttmætt að dæma morðingja móður sinnar til dauða. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum á sínum tíma þar sem Young hafði brotið nálgunarban, sem á hann var sett eftir að hann hafði beitt Lucelle Mosco ýmsu harðræði. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir að vernda hana og fjölskyldu hennar ekki betur. Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Réttarhöldum yfir morðingja hálfíslenskrar konu í Pensacola í Bandaríkjunum hefur verið frestað í áttunda sinn. Lögfræðingar, sem sérhæfa sig í að verja hagsmuni brotaþola, óttast að tafirnar hafi áhrif á dómsniðurstöðuna. Sonur hennar tekur í sama streng. Dómarinn í málinu samþykkti að fresta réttarhöldunum yfir Sebastian Dexter Young þar sem verjandi hans átti í erfiðleikum með að fá gögn um veru hans í hernum. Young á yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að skjóta fyrrverandi konu sína, hina hálfíslensku Lucelle Mosco sem ávallt var kölluð Sissy, til bana með haglabyssu og særa sextán ára son hennar af fyrra hjónabandi, Jón Atla Júlíusson, lífshættulega með því að skjóta hann og stinga oftsinnis með hnífi. Lögmenn í Bandaríkjunum, sem annast réttargæslu fyrir fórnarlömb glæpa, fylgjast vel með réttarhöldunum í Pensacola og gagnrýna hve mjög þau dragast á langinn en morðið var framið í mars á síðasta ári. Nancy Newland, fyrrverandi formaður Favorhouse, sem er þjónustumiðstöð fyrir brotaþola, segir að því lengra sem frá líði, þeim mun líklegra sé að fólk gleymi sér. Hún segir það óþolandi stöðu fyrir lögfræðinga að slíkt komi upp. Jón Atli fluttist til Íslands eftir árásina og starfar nú í Mývatnssveit. Hann harmar mjög að réttarhöldunum skuli hafa verið frestað í áttunda sinn. Réttarhöldunum hefur áður verið frestað vegna rannsókna á geði sakborningsins en úr þessu verður þeim ekki fram haldið fyrr en um mánaðamótin október/nóvember. Jón Atli segir dómarann í málinu vera að láta af störfum innan tíðar og hann sé að reyna að fresta málinu eins og hann geti til að annar dómari taki við málinu. Aðspurður hvort hann óttist að frestunin gæti orðið til þess að dómurinn yfir Young verði vægari segir Jón Atli svo vera. Hann telur réttmætt að dæma morðingja móður sinnar til dauða. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum á sínum tíma þar sem Young hafði brotið nálgunarban, sem á hann var sett eftir að hann hafði beitt Lucelle Mosco ýmsu harðræði. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir að vernda hana og fjölskyldu hennar ekki betur.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira