Fleiri fréttir

Neita að hitta ráðherrann

Fyrirhugaðri ferð utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallström, til Ísraels til að taka þátt í umræðum til minningar um Raoul Wallenberg hefur verið aflýst.

Unnu 2.773 tíma í yfirvinnu

Sorphirða í Reykjavík er að færast í eðlilegt horf eftir að hafa gengið úr skorðum í desember. „Veður og færð munu skera úr um hvenær verður búið að ná upp seinkuninni,“ segir í svari Eygerðar Margrétardóttur, deildarstjóra umhverfis- og úrgangsstjórnunar hjá borginni, við fyrirspurn í umhverfis- og skipulagsráði.

Myrtur eftir PEGIDA-fund

Erítreskur hælisleitandi fannst stunginn til bana eftir mótmælafund PEGIDA í Dresden. Yfir 100.000 manns mættu á fundi samtakanna síðasta mánudag. Rótarskot samtakanna í öðrum löndum mæta andstöðu.

Kársnes allt verði 30 km svæði

Hámarkshraði verður lækkaður í 30 kílómetra á klukkustund á öllu Kársnesi verði það metinn fýsilegur kostur af samgöngunefnd Kópavogs.

Flugvirkjar semja við Gæsluna

Samningamenn ríkisins og Flugvirkjafélags Íslands, undirrituðu nýjan kjarasamning fyrir flutvirkja hjá Landhelgisgæslunni um klukkan hálf eitt í nótt eftir fund sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan tvö í gærdag. Er þar með aflýst verkfalli þeirra, sem átti að hefjast klukkan sex í morgun.

Segir sig úr nefnd í Sjálfstæðisflokknum

Baldur Dýrfjörð, upplýsingafulltrúi Norðurorku, hefur sagt sig úr stjórn utanríkismálanefndar Sjálfstæðisflokksins vegna ósættis við flokkinn um afstöðu gagnvart Evrópusambandinu.

Indverjar vilja fjögur stæði á Túngötu

Indverjar, sem nú eru með sendiráð sitt á Túngötu 7, segja sér ekki duga að hafa aðeins eitt sérmerkt bílastæði við húsið. Þeir þurfi minnst fjögur stæði.

Of seint að hætta við sorphirðuútboð

Minnihlutinn í bæjarstjórn Norðurþings vill láta skoða þann möguleika að sveitarfélagið annist sjálft sorphirðu og flokkun á Húsavík og í Reykjahverfi. Þannig „fækkar sérsamningum og flækjustig vegna aukaverka minnkar“, segir minnihlutinn í framkvæmdanefnd Norðurþings.

Sjö bílstjórar hafa látið af störfum vegna ástandsins

Mikil óánægja hefur verið með breytt akstursfyrirkomulag hjá Ferðaþjónustu fatlaðra. Formaður stjórnar Strætó segir verið að vinna í að bæta þjónustuna sem batni dag frá degi. Bílstjórar hafa sagt upp störfum.

Greiðslurnar verði í takti við tekjur fólks

„Eitt meginmarkmið laganna var náttúrlega að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði,“ segir Leó Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Hann segist geta tekið undir orð Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins.

Vill að dregið verði úr lokunum í sumar

Biðlistar á Landspítalanum verða ekki styttir nema með töluverðum viðbótarkostnaði fyrir spítalann. Ekki er raunhæft að starfsmenn vinni í akkorði til að saxa á biðlista sem myndaðist vegna læknaverkfallsins. Fjármögnun aðgerða liggur ekki fyrir.

Verðið gæti rokið hratt upp

Sérfræðingur um orkumál segir óvíst að fyrirtæki geti byggt viðskiptaáætlanir sínar á þeirri lækkun sem hefur orðið á heimsmarkaðsverði undanfarið. Ómögulegt sé að spá um hvenær verðið hækki að nýju. Alger óvissa ríkir um framtíðarþróun heimsmarkaðsverðs á olíu, segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál.

Nýrnasýki afgerandi þáttur í hnignun bleikju á Íslandi

Alvarlegur sjúkdómur, PKD-nýrnasýki, er nú útbreiddur í stöðuvötnum og ám hérlendis. Rannsóknir benda eindregið til að sýkin sé ástæða hnignunar bleikjustofna. Lax virðist þola sjúkdóminn betur en aðrir laxfiskar.

Hefur leitað að íslenskri móður sinni í 20 ár

Árið 1958 fæddi 18 ára gömul íslensk stúlka son í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún gaf hann til ættleiðingar þar í landi en Jonathan Roth hefur lengi leitað að íslenskri móður sinni.

Boko Haram ekki aðeins svæðisbundin ógn

Óttast er að allt að tvö þúsund hafi fallið í árásum Boko Haram í Nígeríu fyrr í mánuðinum. John Kerry segir þau ein mest ógnvekjandi hryðjuverkasamtök veraldar.

Europol varar við vímuefninu PMMA

Eiturlyfið hefur verið að ryðja sér rúms meðal vímuefnaneytanda í Evrópu og er keimlíkt MDMA en er enn hættulegra.

Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun

Nær öruggt er að höfuðstöðvar Fiskistofu verði fluttar til Akureyrar fyrir 1.júlí eins og stefnt var að. Margir Sjálfstæðismenn hafa heitið því að berjast gegn því að sjávarútvegsráðherra fái heimild fyrir að flytja stofnunina.

Rakarastofuráðstefnu lokið í New York

Utanríkisráðherra mjög sáttur við rakarastofuráðstefnuna í New York. Vigdís Finnbogadóttir segir jafnréttismál ekki vera einkamál kvenna.

„Femínistar hata karlmenn“

Mike Buchanan er leiðtogi nýs stjórnmálaflokks í Bretlandi sem kallast Réttlæti fyrir karlmenn og drengi.

Sjá næstu 50 fréttir