Erlent

Fékk svar við bréfi til látins föður

Atli Ísleifsson skrifar
Ashlynn Marracino ásamt föður sínum heitnum.
Ashlynn Marracino ásamt föður sínum heitnum.
Bandaríska stúlkan Ashlynn Marracino hefur skrifað skilaboð til látins föður síns á helíumblöðru á afmælisdegi hans síðustu ár og sent blöðruna til himna. Þetta árið fékk hún svar við bréfinu frá hópi fólks sem býr í um 600 kílómetra fjarlægð frá heimabæ hennar í Texas.

Veitingahúsaeigandi í borginni Auburn fann blöðruna á bílaplani sínu en á blöðruna hafði stúlkan skrifað að hún elskaði hann og saknaði, auk þess segja honum frá því hvað á daga hennar hafði drifið og biðja um einhvers konar merki frá honum.

Veitingahúsaeigandinn Lisa Swisley segir bréfið hafa haft mikil áhrif á sig og ákvað hún því að hafa uppi á Ashlynn á Facebook. „Ég vildi senda henni eitthvað til að veita henni stuðning. Ég sagði frá þessu á góðgerðarsíðu fyrir íbúa Auburn og báð þá um að leggja líka í púkkið.“

Ekki stóð á viðbrögðum því skömmu síðar fór Ashlynn að berast bréf og pakkar með gjöfum frá íbúum Auburn. Auk þess að deildu fjölmargir reynslu sinni af því að hafa misst foreldri.“

Sjá má innslag bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC um málið í spilaranum að neðan.


World News Videos | ABC World News



Fleiri fréttir

Sjá meira


×