Nýrnasýki afgerandi þáttur í hnignun bleikju á Íslandi Svavar Hávarðsson skrifar 16. janúar 2015 07:00 Við Elliðavatn. Nýrnasýki greindist fyrst árið 2008 í bleikju í Elliðavatni, en var þangað til óþekkt hérlendis. Fréttablaðið/Heiða Allt bendir til þess að PKD-nýrnasýki sé afgerandi þáttur í hnignun villtra bleikjustofna í stöðuvötnum á Íslandi – þar á meðal Elliðavatni. Sýkillinn greinist í nær öllum stöðuvötnum og ám sem rannsökuð hafa verið hérlendis, og hátt hlutfall sjúkra fiska finnst í þeim vatnakerfum þar sem vatnshiti nær kjörhitastigi sýkilsins. Þetta er meðal niðurstaðna nýjustu rannsókna á nýrnasýki í laxfiskum á Íslandi en Árni Kristmundsson, fisksjúkdómafræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði, hélt erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar í gær. Umfangsmiklar rannsóknir á nýrnasýki hafa staðið yfir undanfarin sex ár, í samstarfi Tilraunastöðvar HÍ, Veiðimálastofnunar og University of Malaya í Malasíu.Árni gerði grein fyrir því að rannsóknir þau sex ár sem þær hafa staðið yfir hafa náð til 19 stöðuvatna víða um land, og fimm áa. Smit hefur fundist í 23 af þessum 24, en undantekningin er stöðuvatn sem tekur vatn beint undan jökli. „Það var hátt hlutfall sjúkra fiska í mörgum hlýrri vötnum og ám, og einkum í yngsta fiskinum. Engir sjúkir fiskar í þeim kaldari hins vegar,“ sagði Árni og bætti við að ekkert benti til að sýkillinn væri nýr í íslenskum vatnakerfum, heldur hefði hitastig þeirra vakið upp vandamálið. Hafi fundarmenn efast um samhengi nýrnasýki og hnignunar bleikjustofna á síðustu árum, sýndi Árni gögn sem sýna að eftir árið 1991 er óvefengjanlegt samhengi á milli snarhækkandi hitastigs stöðuvatna og hruns í bleikjustofnum og veiði úr þeim. Hlutfall bleikju í Elliðavatni á móti urriða í rannsóknaveiðum var t.d. 55 til 85% á árabilinu 1974 til 1984, en er síðustu árin þrjú til 14%.Árni tók mörg dæmi í fyrirlestri sínum. „Það er mjög há tíðni sjúkra urriðaseiða í Elliðaám, og mér finnst það vera áhyggjuefni. […] Laxinn í Elliðaánum virðist þolinn gegn sýkingunni, enda er ekkert sem bendir til þess að laxastofninn í ánum sé í vandræðum. Hins vegar er há smittíðni í laxinum og hann er án efa mjög virk uppspretta smits í vistkerfinu,“ sagði Árni.Spurður hversu hátt hlutfall laxfiska lifi sýkinguna af, sagði Árni það ekki vitað með vissu. „Það eru hins vegar miklar grunsemdir um verulegan skaða af þessari sýki í ákveðnum vatnakerfum,“ segir Árni.Nýrnasýki alvarlegt vandamál erlendisPKD-nýrnasýki, eða Proliferative Kidney Disease, er alvarlegur sjúkdómur sem herjar á laxfiska í ferskvatni.Sjúkdómurinn orsakast af smásæju sníkjudýri, Tetracapsuloides bryosalmonae, sem þarfnast tveggja hýsla til að ljúka lífsferli sínum; laxfiska og mosadýra.PKD-nýrnasýki er beintengd vatnshita, sem þarf að ná 12 gráðum í nokkurn tíma svo fiskar sýni sjúkdómseinkenni. Nýrnasýki greindist fyrst í Elliðavatni árið 2008, en fiskur hefur borið sníkjudýrið fyrir þann tíma. Smitaður fiskur og sjúkur er þó tvennt ólíkt.Samfara hlýnandi veðurfari hefur sýkin verið vaxandi vandamál í villtum laxfiskastofnum í Evrópu og greinist nú á norðlægari slóðum en áður, nú síðast á Íslandi haustið 2008. Á sama tíma hefur bleikjustofnum hnignað víða á Íslandi, einkum í grunnum láglendisvötnum þar sem vatnshiti yfir sumarið getur orðið umtalsverður. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Allt bendir til þess að PKD-nýrnasýki sé afgerandi þáttur í hnignun villtra bleikjustofna í stöðuvötnum á Íslandi – þar á meðal Elliðavatni. Sýkillinn greinist í nær öllum stöðuvötnum og ám sem rannsökuð hafa verið hérlendis, og hátt hlutfall sjúkra fiska finnst í þeim vatnakerfum þar sem vatnshiti nær kjörhitastigi sýkilsins. Þetta er meðal niðurstaðna nýjustu rannsókna á nýrnasýki í laxfiskum á Íslandi en Árni Kristmundsson, fisksjúkdómafræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði, hélt erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar í gær. Umfangsmiklar rannsóknir á nýrnasýki hafa staðið yfir undanfarin sex ár, í samstarfi Tilraunastöðvar HÍ, Veiðimálastofnunar og University of Malaya í Malasíu.Árni gerði grein fyrir því að rannsóknir þau sex ár sem þær hafa staðið yfir hafa náð til 19 stöðuvatna víða um land, og fimm áa. Smit hefur fundist í 23 af þessum 24, en undantekningin er stöðuvatn sem tekur vatn beint undan jökli. „Það var hátt hlutfall sjúkra fiska í mörgum hlýrri vötnum og ám, og einkum í yngsta fiskinum. Engir sjúkir fiskar í þeim kaldari hins vegar,“ sagði Árni og bætti við að ekkert benti til að sýkillinn væri nýr í íslenskum vatnakerfum, heldur hefði hitastig þeirra vakið upp vandamálið. Hafi fundarmenn efast um samhengi nýrnasýki og hnignunar bleikjustofna á síðustu árum, sýndi Árni gögn sem sýna að eftir árið 1991 er óvefengjanlegt samhengi á milli snarhækkandi hitastigs stöðuvatna og hruns í bleikjustofnum og veiði úr þeim. Hlutfall bleikju í Elliðavatni á móti urriða í rannsóknaveiðum var t.d. 55 til 85% á árabilinu 1974 til 1984, en er síðustu árin þrjú til 14%.Árni tók mörg dæmi í fyrirlestri sínum. „Það er mjög há tíðni sjúkra urriðaseiða í Elliðaám, og mér finnst það vera áhyggjuefni. […] Laxinn í Elliðaánum virðist þolinn gegn sýkingunni, enda er ekkert sem bendir til þess að laxastofninn í ánum sé í vandræðum. Hins vegar er há smittíðni í laxinum og hann er án efa mjög virk uppspretta smits í vistkerfinu,“ sagði Árni.Spurður hversu hátt hlutfall laxfiska lifi sýkinguna af, sagði Árni það ekki vitað með vissu. „Það eru hins vegar miklar grunsemdir um verulegan skaða af þessari sýki í ákveðnum vatnakerfum,“ segir Árni.Nýrnasýki alvarlegt vandamál erlendisPKD-nýrnasýki, eða Proliferative Kidney Disease, er alvarlegur sjúkdómur sem herjar á laxfiska í ferskvatni.Sjúkdómurinn orsakast af smásæju sníkjudýri, Tetracapsuloides bryosalmonae, sem þarfnast tveggja hýsla til að ljúka lífsferli sínum; laxfiska og mosadýra.PKD-nýrnasýki er beintengd vatnshita, sem þarf að ná 12 gráðum í nokkurn tíma svo fiskar sýni sjúkdómseinkenni. Nýrnasýki greindist fyrst í Elliðavatni árið 2008, en fiskur hefur borið sníkjudýrið fyrir þann tíma. Smitaður fiskur og sjúkur er þó tvennt ólíkt.Samfara hlýnandi veðurfari hefur sýkin verið vaxandi vandamál í villtum laxfiskastofnum í Evrópu og greinist nú á norðlægari slóðum en áður, nú síðast á Íslandi haustið 2008. Á sama tíma hefur bleikjustofnum hnignað víða á Íslandi, einkum í grunnum láglendisvötnum þar sem vatnshiti yfir sumarið getur orðið umtalsverður.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira