Flutningur Fiskistofu ekki á áætlun Hjörtur Hjartarson skrifar 15. janúar 2015 19:45 Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Fiskistofustjóri segir nær öruggt að stofnunin muni ekki taka til starfa á Akureyri næsta sumar eins og stefnt var að, miðað við stöðu mála í dag. Ekki er eining innan Sjálfstæðisflokksins um að veita sjávarútvegsráðherra lagaheimild til að flytja Fiskistofu sem gæti leitt til þess að falla verði frá áformunum. Áætlað var að höfuðstöðvar Fiskistofu yrðu fluttar til Akureyra fyrir 1.júlí næstkomandi og að flutningum yrði lokið 1.janúar. Ljóst þykir að þessar tímasetningar munu tæplegast standa. „Það liggur þannig í því að ráðherra hefur ekki tekið hinu formlegu ákvörðun um að flytja stofnunina enda hafa ekki verið samþykkt lög sem heimila flutninginn þannig að lagalega óvissan er til staðar,“ segir Eyþór Björnsson, Fiskistofustjóri.„Það að tímaramminn standist ekki, gefur það til kynna að þínu mati að eitthvað geti breyst með þessa flutninga?“„Ég get ekki lesið neitt slíkt út úr þessu. Ég fékk ákveðið verkefni í hendurnar síðastliðið sumar og ég hef ekki fengið nein fyrirmæli um að það sé að breytast.“Eyþór Björnsson, FiskistofustjóriSjávarútvegsráðherra vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í dag en í skriflegu svari segir að dregist hafi að eyða óvissunni sem ríkir um lagaheimild ráðherra. Tímalínan kunni að breytast en að öðru leyti séu áformin óbreytt. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjölmargir stjórnarliðar úr röðum Sjálfstæðisflokksins rætt við starfsmenn Fiskistofu og lofað þeim að barist verði gegn flutningnum með kjafti og klóm. Lítið fór hinsvegar fyrir þessum loforðum í desember þegar fjárlögin voru afgreidd. Allir viðstaddir stjórnarliðar greiddu nefnilega atkvæði með tillögu um að veita 130 milljónum króna í flutning stofnunarinnar. „Það má kannski segja að það sé ekki alveg í rökrænu samhengi en þetta er einungis heimildarákvæði og það kann að vera að það sé hægt að nota þessa heimild til annarra hluta innan Fiskistofu,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður SjálfstæðisflokksinsFréttastofa ræddi við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag og allir sögðust þeir ætla að leggjast gegn því að fiskistofa verði flutt frá Hafnarfirði. „Ég tel að sú framkoma sem ráðherra hefur sýnt starfsfólki Fiskistofu sé ekki með þeim hætti að hægt sé að samþykkja. Og það að slengja þessu fram án nokkurs undirbúnings, án nokkurs rökstuðnings og án nokkurrar greiningar, get ég ekki fallist á,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira