Fleiri fréttir

Stefna VR gegn ríkinu þingfest

Stefna VR gegn íslenska ríkinu, vegna breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, 15. janúar.

Tæla þarf iðnaðarmenn heim eins og lækna

Framkvæmdastjóri Samiðnar segir iðnaðarmenn sem flúið hafa land ekki treysta umhverfinu á Íslandi. Bæta þurfi kjör þeir með sama hætti og kjör lækna.

Hvað er PEGIDA?

Þjóðræknir Evrópubúar á móti íslamsvæðingu heimsins, eða PEGIDA, er hópur sem hefur skotið rótum hér á landi. Vísir kannaði aðeins bakgrunn PEGIDA og það sem vitað er um samtökin.

Tæplega 30 fölsuðum Eames stólum fargað

Tæplega 30 fölsuðum Eames stólum var fargað í vikunni eftir að tollverðir höfðu stöðvað innflutning þeirra til landsins í nóvember síðastliðnum.

Fimmtíu skjálftar í Bárðarbungu

Frá því í gærmorgun hafa mælst um 50 jarðskjálftar í Bárðarbungu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Nýtt hverfi rís í Kópavogi

Nýtt hverfi, Glaðheimar, rís í Kópavogi á næstu árum. Hverfið mun rísa í nokkrum áföngum og hafa lóðir í fyrsta hlutanum, austurhlutanum verið auglýstar til umsóknar.

Hreyfingarleysi er hættulegra en offita

Ný bresk rannsókn bendir til þess að hreyfingarleysi valdi fleiri dauðsföllum í Evrópu en offita. Um tólf ára langa rannsókn var að ræða þar sem vísindamenn við Cambridge háskólann á Englandi rannsökuðu um þrjúhundruð þúsund einstaklinga.

Ekið á lögreglukonu í París

Lögreglukona í París slasaðist í morgun þegar bifreið var ekið á hana fyrir utan heimili Francois Hollande Frakklandsforseta. Konan er sögð hafa slasast á fótum og baki og fullyrðir dagblaðið Le Parisien á síðu sinni að fjórir aðilar hafi hlaupið á brott eftir atvikið. Lögregla hafi handtekið tvo þeirra en tveir gangi enn lausir. Franskir miðlar segja að ökumaðurinn sé á meðal hinna handteknu og að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Ekki er talið atkvikið tengist hryðjuverkaárásunum í borginni í síðustu viku.

Segir erfitt að sanna ásetning vegna klámvæðingar

Klámvæðingin hefur haft þær afleiðingar í samfélaginu að erfitt getur reynst að sanna ásetning ákærðra í kynferðisafbrotamálum fyrir dómstólum. Þetta er mat Hildar Fjólu Antonsdóttur sem gerði rannsókn á viðhorfum fagaðila til meðferðar nauðgunarmála innan réttarvörslukerfisins.

Breyting á akstri bitnar á eldri borgurum

„Þetta bitnar líka á eldri borgurum sem nýta sér þjónustuna, við erum búin að fá mikið af símtölum frá fólki,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara, um ferðaþjónustu fatlaðra.

Varar unglinga við hvatvísi á Snapchat

Mikilvægt er að foreldrar séu meðvitaðir um internetnotkun barnanna og fræði þau um hættur sem leynast á netinu, segir Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. Alvarlegt sé að börn séu á vafasömum Snapchat-rásum.

Engar frekari rannsóknarheimildir lögreglu til umræðu

Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekki hefði verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi í kjölfar hryðjuverkanna í París.

Kemur ekki til greina að rannsaka múslima

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnar alfarið orðum flokksbróður síns um að þörf sé á að rannsaka bakgrunn múslima. Mikilvægt sé að múslimar upplifi að þeim sé ekki ógnað hér og tala eigi hátt fyrir frjálsum gildum og mannréttindum.

Tæpir 19 milljarðar króna í skattafslátt vegna Allir vinna

Nærri 89 þúsund beiðnir bárust ríkisskattstjóra um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna átaksins Allir vinna á meðan það stóð. Þá nutu tæplega 39 þúsund lækkunar tekjuskattstofns. Átakinu lauk um áramótin síðustu.

Drap tvo með öxi í Finnlandi

Lögregla í Finnlandi hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa drepið tvo menn með öxi í og fyrir utan veitingastað í borginni Oulu fyrr í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir