Fleiri fréttir

Lýst eftir Emil Arnari

Lögregla biður þá sem vita hvar Emil heldur til, eða hafa upplýsingar um ferðir hans, að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Nýr meirihluti í Grindavík

Samkomulag er á milli flokkanna að starfa saman þvert á alla flokka í vinnu sinni fyrir Grindavíkurbæ.

Tveir féllu í skotárás í menntaskóla í Oregon

Þetta er þriðja skotárásin í bandarískum skóla á þessu ári. Í maí létu sex lífið í skotárás í skóla í Los Angeles og einn lét lífið í skotárás í Seattle í síðustu viku.

Engin lausn í sjónmáli í kjaradeilum

Samningafundum flugvirkja og leikskólakennara var slitið á fimmta tímanum í dag, án árangurs. Vinnustöðvanir eru boðaðar 19. júní næstkomandi.

Óttast að barnavændi muni margfaldast í kringum HM

Börn allt niður í tíu ára aldur eru neydd til að selja líkama sinn til að afla fjár, en talið er að með því að selja barn í vændi á meðan heimsmeistaramótinu stendur sé hægt að þéna nógu mikinn pening til þess að brauðfæða fjögurra manna fjölskyldu í heilt ár.

Fasteignamat hækkar um 7,7%

Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 7,7% frá yfirstandandi ári og verður 5.396 milljarðar króna, samkvæmt nýju fasteignamati fyrir árið 2015 sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.

Íslamistar ná völdum í Mosul

Vígamenn Íslamista hafa náð stjórninni á næst stærstu borg Íraks, Mosul. Árásir hafa verið geðrar á borgina síðustu daga og lokaatlagan var gerð í nótt sem hundruð manna tóku þátt í og voru þeir vel vopnum búnir.

Kynbundnir tölvuleikir fyrir börn: „Stelpur eiga bara að vera skrautmunir“

Tölvuleikir sem eru markaðssettir fyrir ungar stúlkur snúast flestir um útlit eða eldamennsku, á meðan leikir fyrir drengi snúast um lestur og þrautalausnir. „Svona leikir eru ekkert minna hættulegir en ofbeldisleikir. Og kannski eru þeir jafnvel hættulegri í raun og veru," segir verkefnisstjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkur.

Skólastjórar semja

Skólastjórafélag Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning í húsakynnum Ríkissáttasemjara um klukkan hálf ellefu í morgun.

Ræðismaður mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst

„Ræðismaður okkar fer með þetta mál, hann mun heimsækja Íslendinginn þegar leyfi fæst,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, um Íslendinginn sem er haldið föngum í Tælandi vegna vörslu á fíkniefnum.

Greinir á um öfgarnar

Marine Le Pen segir föður sinn hafa gert pólitísk mistök með því að hóta andstæðingum sínum með gasklefum.

Fimm hermenn Nato féllu í Afganistan

Fimm Nato hermenn féllu í Afganistan í gær í suðurhluta landsins. Í tilkynningu frá talsmanni Nato í landinu sem barst í morgun er ekki greint nánar frá málavöxtum og ekki kemur fram hverrar þóðar mennirnir voru. Það sem af er ári hafa 36 Nato hermenn fallið í Afganistan, þar af átta í júnímánuði einum.

Boko Haram ræna fleiri stúlkum

Að minnsta kosti tuttugu ungum konum var rænt í Nígeríu um helgina og er skæruliðasveitum Boko Haram kennt um verknaðinn. Árásin var gerð aðeins í átta kílómetra fjarlægð frá þorpinu þar sem samtökin rændu um 200 ungum skólastúlkum fyrir um tveimur mánuðum síðan.

Slasaðist þegar lyftan fór á ógnarhraða

Sérfræðingar rannsaka nú hvað fór úrskeiðis þegar lyfta í háhýsi einu í Chile bilaði með þeim afleiðingum að rúmlega þrjátíu ára karlmaður slasaðist alvarlega.

Segir ólöglegt að gefa trúfélögum lóðir

Brynjar Níelsson þingmaður sjálfstæðismanna og lögmaður segir að það sé beinlínis óheimilt að gefa lóðir, líkt og Reykjavíkurborg hefur gert þegar um trúfélög er að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir