Fleiri fréttir

Pistorius aftur fyrir rétti

Suður Afríski hlauparinn Oscar Pistorius sem grunaður er um að hafa myrt sambýliskonu sína mætti fyrir rétt í Pretoríu í morgun. Búist er við að saksóknari leggi fram ákæru á hendur honum um morð að yfirlögðu ráði.

Fáir bátar á sjó

Fáir strandveiðibátar fóru á sjó í morgun enda víða spáð brælu á miðunum. Nú má aðeins veiða á tveimur svæ ðum af fjórum, það eru austur og suðursvæðin, því ágústkvótinn er búinn á hinum svæðunum. Þar er strandveiðum því lokið í ár því strandveiðitímabilinu lýkur um næstu mánaðamót.

Talið víst að kveikt hafi verið í á Hverfisgötunni

Talið er víst að kveikt hafi verið í yfirgefnu og mannlausu húsi við Hverfisgötu í Reykjavík í gærkvöldi, enda er ekkert rafmagn tengt í húsið. Öllu tiltæku slökkviliði á höfuðborgarsvæðinu var stefnt á vettvang upp úr klukkan tíu, og logaði töluverður eldur í húsinu þegar það kom.

Óvenju góð laxveiði við Ísafjarðardjúp

Óvenju góð laxveiði hefur verið í ánum við Ísafjarðardjúp í sumar, eins og víðar á landinu. Þannig greinir BB.is frá því að erlendir veiðimenn, sem nýverið voru við veiðar í Hvannadalsá og Langadalsá hafi veitt 67 laxa í hollinu og hafi þeir verið mjög ánægðir með túrinn.

Hjól brotnaði undan bíl í Ártúnsbrekku

Betur fór en á horfðist þegar hjól losnaði, eða brotnaði undan bíl þegar honum var ekið í Ártúnsbrekku um ellefu leytið í gærkvöldi. Bíllinn rann út í kant og stöðvaðist þar og hjólið rann ekki á neinn bíl, áður en það féll og nam staðar. Þá var bíl ekið utan í annan bíl í moðborginni upp úr klukkan eitt og stakk tjónvaldurinn af. Vitni voru að atvikinu þannig að vitað er hver hann er, og mun lögregla hafa uppi á honum í dag.

Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur til skoðunar hvernig því verður mætt að IPA-styrkur ESB til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Stofnanir hefðu átt að leita beint til ráðuneytisins í stað hræðsluáróðurs, segir ráðherra.

Heimilisgæsin fer í hundabúri í verslunarferðir

Fjölskyldu tókst að klekja út gæsarunga í baðskáp. Gæsin hefur sett svip sinn á fjölskyldulífið. Hún verður að koma með í verslunarferðir því hún unir ekki ein. Vonast húsmóðirin til þess að gæsin fari með sínum líkum til vetrarstöðva.

Telur Sjálfstæðismenn vilja spyrja þjóðina

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það skýrt að forysta flokksins vilji að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Utanríkisráðherra hafnar þeirri leið.

Vilja að fjöldamorðingi verði tekinn af lífi

Aðstandendur þeirra sextán Afgönsku borgara sem féllu fyrir hendi bandaríska hermannsins Robert Bales á síðasta ári eru ævareiðir yfir því að honum skuli hlíft við dauðadómi fyrir morðin.

„Ekki að brjóta lög“

Sjávarútvegsráðherra segist ekki vera að brjóta lög með fyrirhuguðum breytingum sínum á úthlutun aflaheimilda í úthafsrækju. Hann segir ráðuneytið vera að reyna að höggva á hnút sem fyrrverandi ríkisstjórn bjó til.

Spænskir sjómenn mótmæltu við Gíbraltar

Spænskir fiskimenn sem stunda veiðar í nágrenni við yfirráðasvæði Breta á Gíbraltar mótmæltu í dag framkvæmdum út af ströndum landsvæðisins umdeilda.

Egypski herinn stefnir ekki að því að taka völdin

Abdel-Fatah el-Sissi, varnarmálaráðherra Egyptalands og yfirmaður hersins þar í landi hét því í dag að herinn stefndi ekki að því að taka völdin í landinu, en þeir muni ekki líða frekara ofbeldi á götum úti.

Bók um móður Breiviks kemur út í haust

Nánast enginn vissi að unnið væri að þessu verkefni en nú hefur bókaforlagið Aschehoug staðfest það að bókin komi út og muni bera titilinn "Móðirin".

Tugir fórust með farþegaferju í Filippseyjum

Að minnsta kosti 39 hafa látist og hátt í 90 er enn saknað eftir að ferþegaferja sökk undan ströndum Filippseyja í nótt eftir árekstur við flutningaskip. Sjóslys sem þessi eru algeng í Filippseyjum vegna ýmissa samverkandi þátta.

Stjórnarherinn ræðst til atlögu gegn Bræðralagi múslima

Stjórnvöld í Egyptalandi réðust í dag inn á heimili forvígismanna Bræðralags Múslima og handtóku tugi forvígismanna samtakanna, en talið er að með þessu sé verið að reyna að spilla fyrir mótmælum sem boðað hefur verið til í landinu dag.

Óttalausir ökumenn

Snargeggjaður akstur Martelli bræðra í yfirgefinni járnnámu í Kaliforníu.

Lögregla skoðar hvort hermaður hafi myrt Díönu og Dodi

Scotland Yard hefur nú til rannsóknar nýjar upplýsingar um andlát Díönu prinsessu og Dodi Al-Fajed árið 1997. Breskir miðlar segja frá því í dag að í upplýsingunum sé meðal annars haldið fram að breskur hermaður hafi staðið á bak við dauða þeirra.

Fjölskylduendurfundir á dagskrá í Kóreu

Yfirvöld í Norður Kóreu hafa fallist á tillögu granna sinna í suðri um að standa fyrir endurfundum milli ættingja sem hafa ekki getað hist frá því að í sundur skildi í Kóreustríðinu sem geysaði á árunum 1950 til 1953. Slíkir endurfundir hafa ekki átt sér stað síðan 2010.

Fleksnes látinn

Norski leikarinn Rolv Wesenlund er látinn 76 ára að aldri eftir langvarandi baráttu við veikindi.

Unnu skemmdarverk á bílum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipt af tveimur sem að ollu skemmdum á bílum.

Bresku smyglstúlkurnar sagðar tengjast glæpahring

Breskt blað segist hafa sannanir fyrir því Melissa Reid, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi fyrir að reyna að smygla sex kílóum af kókaíni frá Perú, hafi ekki verið neydd til verksins eins og hún hefur haldið fram. Hún tengist eineygðum glæpaforingja.

Viðurkenna að Svæði 51 sé til

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur nú loks viðurkennt opinberlega að hið svokallaða Area 51 eða Svæði 51 sé í raun og veru til.

Vandi Íbúðarlánasjóðs verður ekki leystur á einu ári

Í mánaðarlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að nýum útlánum heldur áfram að fækka og að fullnustueignir halda áfram að renna til sjóðsins. Fyrir vikið á Íbúðalánasjóður nú um 2.600 íbúðir, eða um 2% allra íbúða í landinu. Að sama skapi eru ný útlán sjóðsins einungis fjórðungur af því sem þau voru árið 2011.

,,Alveg hræðilegt“

Kona á áttræðisaldri lést þegar eldur kom upp í hjólhýsi í Þjórsárdal í nótt. Ungur maður sem reyndi að bjarga konunni segir það hræðilegt að hafa vitað af einhverjum þarna inni.

Verkalýðsforingjar í hár saman vegna hvalaskoðunarfólks

Framsýn stéttarfélag á Húsavík vísar á bug ásökunum Farmanna og fiskimannasambandsins og Félags vélstjóra og málmtæknimanna í tengslum við nýgerðan kjarasamning Framsýnar við starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækja.

Nágranni reyndi björgun

Nágranni reyndi að koma til hjálpar þegar kona á áttræðisaldri lést þegar hjólhýsi brann til kaldra kola í hjólhýsabyggð í Þjórsárdal í nótt.

Líf og fjör í Laugardalnum

Þúsundir hafa lagt leið sína í Laugardalinn þar sem árviss útimarkaður við skátaheimili Skjölduna fer fram. Það er nóg um að vera fyrir Reykvíkinga á öllum aldri sem vilja njóta þess að vera útivið í góða veðrinu.

Sjá næstu 50 fréttir