Innlent

Útlit fyrir góða berjasprettu fyrir vestan

Olgeir Hávarðarson og kona hans eru mikið fyrir berjasaft og eru þau þegar byrjuð að týna ber.
Olgeir Hávarðarson og kona hans eru mikið fyrir berjasaft og eru þau þegar byrjuð að týna ber. Myndir/Hafþór Gunnarsson
Óþarfi er að hafa áhyggjur af berjahallæri í sumar, að minnsta kosti á Vestfjörðum, ef marka má Olgeir Hávarðarson sem er þegar byrjaður að týna krækiber og búa til saft. Að hans sögn er útlit fyrir góða berjasprettu en berin koma seint þetta árið.

Olgeir og kona hans búa til allt að hundrað lítra af berjasaft á ári og drekka á hverjum morgni á meðan birgðir endast. Hann þarf þó enn sem komið er að hafa fyrir berjatínslunni þar sem að ekki öll berin eru fullþroskuð.

Það er þó ekki langt í að berin verði fullþroskuð og á það sama við um bláber.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×