Fleiri fréttir

Lést í bruna

Kona lést í bruna í nótt. Eldur kom upp í hjólhýsi og var tvennt í hýsinu þegar eldurinn kom upp.

Mustang í 180 kg megrun

Verður 38 cm styttri og 16,5 cm mjórri en núverandi Mustang en hækkar um 10% í verði.

NSA braut ítrekað lög um persónuvernd

Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) hefur orðið uppvís að því að brjóta ítrekað lög um persónuvernd síðan bandaríska þingið úthlutaði stofnuninni víðtækari eftirlitsheimildum árið 2008.

Gufusprengingar við Gengissig

Göngufólk sem hyggur á ferðir upp í Kverkfjöll er beðið um að gæta fyllstu varúðar í kringum lónið Gengissig.

Pólitísk ákvörðun að vernda Norðlingaölduveitu

Ragnheiður Elín segir þó að það standi ekki til að færa eldri tillögu um virkjun í Norðlingaölduveitu á milli flokka heldur yrði lögð fram ný tillaga, í samræmi við nýjar hugmyndir Landsvirkjunar.

Tannlæknakostnaður: "Það munar hundrað þúsund krónum"

Það getur heldur betur borgað sig að gera verðsamanburð á tannlæknaþjónustu og fá álit fleiri en eins læknis, eins og ung móðir í Hafnarfirði komst að. Hún gagnrýnir að upplýsingar um verð hafi ekki verið fáanlegar símleiðis, enda geti skoðunargjöld verið mjög há.

Framkvæmdir vegna Álftanesvegar hafnar

Framkvæmdir vegna lagningar nýs Álftanesvegar hófust í dag. Nokkur náttúruverndarsamtök stefndu fyrr í sumar Vegagerðinni þar sem þau telja verkið ólöglegt og formaður Hraunavina segir framkvæmdirnar skelfilegar fréttir.

Framkvæmdir á Frakkastíg hafnar

Við þessar breytingar á öryggi vegfarenda að batna. Snjóbræðsla verður sett í gönguleiðir, götu og hjólrein, sem verður vestan megin götunnar. Gatnamót verða steinlögð og upphækkuð. Hámarkshraði við götuna verður áfram 30 km/klst.

Framkvæmdir að hefjast við Gálgahraun

"Framkvæmdir eru að hefjast, líklega í þessum töluðu orðum,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ um gerð nýrra gatnamóta og lagningu vegar til Álftaness yfir Gálgahraun.

„Heimalærdómur barna gagnslaus og jafnvel skaðlegur“

„Líðan barna í skólum er það sem skiptir mestu máli,“ segir Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi. „Skiptar skoðanir um heimanám eins og margt annað,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara.

Wiesmann gjaldþrota

Framleiða 547 hestafla spyrnukerrur en hafa ekki breytt bílum sínum í mörg ár.

Tugur barnaníðinga á leið út í samfélagið

Samfélagið verður að svara þeirri spurningu hvernig taka á móti barnaníðingum að afplánun lokinni, að sögn Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Aldrei hafa fleiri slíkir setið inni.

Yfir 40 nýjar tegundir fundust í frumskógarleiðangri

Leiðangurinn tók fimm vikur og meðal þess sem vísindamennirnir fundu voru sextán tegundir froska sem enginn hefur áður vitað um. Þeir fundu líka þrjár nýjar tegundir fiska, nýja tegund leðurblöku og risa stóra vígtennta rottu sem kann að vera sú stærsta í heiminum.

Snjallsímar nýttir til augnlækninga

Það var aðeins tímaspursmál hvenær snjallsímar umbreyttust úr því að vera bara samskipta- og leikjatæki. Verið er að hanna nýja viðbót í snjallsíma sem getur skannað augu í þeim tilgangi að mæla sjón og finna augnsjúkdóma. Þetta kemur fram á vefsíðunni Gizmodo.com.

Tesla vill útrýma hliðarspeglum

Nokkur ljón í veginum, aðallega kostnaður við myndavélatæknina og andstaða stjórnvalda við svo róttækri breytingu.

Ekkert þvottaplan í Borgarnesi

„Fólk er að undra sig á því að erfitt sé að komast í að þvo bíla,“ segir Theódór Jónsson, lögreglumaður í Borgarnesi, en margar fyrirspurnir hafa borist um hvar hægt sé að nálgast þvottaplan. Ekkert þvottaplan er í Borgarnesi og hefur ekki verið í nokkur ár.

Þrengt að ísfirskum stúkumönnum

Oddfellow á Ísafirði, nánar tiltekið Rebekkustúka númer 6, Þórey, gagnrýnir Ísafjarðarbæ harðlega fyrir framkvæmdir vegna breytinga á skólalóð fyrir Grunnskólann á Austurvegi. Í bréfi stúkumanna til Ísafjarðarbæjar koma fram ítrekuð mótmæli vegna þrengingar á aðkomu að húsnæði Oddfellow-reglunnar við Aðalstræti og bæjaryfirvöld gagnrýnd fyrir samráðsleysi.

Undrandi á kjarasamningi

Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands (FFSÍ) lýsa yfir undrun á nýgerðum kjarasamningi stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík vegna starfsmanna hjá þremur hvalaskoðunarfyrirtækjum.

Segir sprautuklefa bjarga lífum

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku og lögreglan í Kaupmannahöfn segja að tilraun með að koma upp neysluaðstöðu fyrir sprautufíkla hafi gefið afar góða raun síðan hún opnaði síðasta haust. Varanlegri aðstöðu hefur verið komið upp í gistiheimili fyrir utangarðsmenn við Istedgade, kostaðri af ríkinu og sveitarfélögum.

Fjölskylda tekst á við áföllin af æðruleysi

Fjölskyldufaðir úr Mosfellsbæ liggur þungt haldinn á spítala eftir vélhjólaslys á sunnudaginn. Eiginkona hans kom úr krabbameinsuppskurði fimm dögum fyrir slysið. Aðstandendur hafa stofnað styrktarreikning til að létta undir með þeim.

Engar sættir í sjónmáli í Egyptalandi

Bráðabirgðastjórnin segir að fjöldi látinna á miðvikudag sé kominn yfir 500 en Bræðralag múslíma talar um þúsundir látinna. Bræðralagið boðar til fjöldamótmæla í dag, á "degi reiðinnar“. Lögreglan hefur fengið heimild til að drepa fólk.

Námið mæti þörfum atvinnulífs á Íslandi

Rektor HR segir að val nýnema við skólann á námsgreinum spegli þarfir atvinnulífsins ágætlega. Þróunina segir hann vera árangur markvissrar stefnu um að efla tengingu náms við atvinnulífið sem og áhuga nemenda á grunngreinum þess.

Veiða vongóða fræðimenn í falsvef Jökuls

Glæpamenn á netinu misnota virt fræðirit í fjárplógsstarfsemi. Stofnaður er falsvefur í nafni ritsins og fræðimenn rukkaðir fyrir birtingu greina. Nýjasta dæmið eru falsvefir í nafni Jökuls, rits Jöklarannsóknafélagsins og Jarðfræðingafélagsins.

Vigdís: "Ekki halda þessu áfram með þessum hætti“

Forsætisráðherra tjáir sig ekki um ummæli Vigdísar Hauksdóttir, formanns fjárlaganefndar, um fréttastofu RÚV. Vigdís vísar því á bug að ummæli hennar skaði trúverðugleika hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar.

Öflug sprenging í Beirút

Að minnsta kosti fjórtán manns létu lífið í mikilli sprengingu í einu úthverfa Beirút, höfuðborgar Líbanon.

James Bond - ofurhuginn deyr í slysi í Ölpunum

Breski ofurhuginn, Mark Sutton sem sveif svo eftirminnilega sem James Bond inn á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London í fyrra, lést í gær í slysi í svissnesku Ölpunum.

Sjá næstu 50 fréttir