Innlent

Talið víst að kveikt hafi verið í á Hverfisgötunni

Mynd/Daníel
Talið er víst að kveikt hafi verið í yfirgefnu og mannlausu húsi við Hverfisgötu í Reykjavík í gærkvöldi, enda er ekkert rafmagn tengt í húsið. Öllu tiltæku slökkviliði á höfuðborgarsvæðinu var stefnt á vettvang upp úr klukkan tíu, og logaði töluverður eldur í húsinu þegar það kom.

Reykkafarar voru sendir inn til að kanna hvort nokkur væri í húsinu, þar sem vitað er að utangarðsmenn hafa stundum leitað þar húsaskjóls, en engin reyndist þar innandyra. Slökkvistarf gekk vel en nokkurn tíma tók að slökkva endanalega í glæðum.

Húsið, sem er áfast við Hótel Klöpp, er talið ónýtt og rétt fyrir hrun stóð til að rífa það og næsta hús við það, og hefja þar mikla uppbyggingu, en ekkert varð af því. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×