Innlent

Unnu skemmdarverk á bílum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/GVA
Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og þurfti hún að hafa afskipti af tveimur mönnum vegna skemmdarverka á bílum. Málin eru þó tvö ólík mál.

Karlmaður í Garðabæ var grunaður um að hafa valdið skemmdum á bíl og var hann handtekinn af þeim sökum. Hann var ölvaður og ekki viðræðuhæfur. Tekin verður skýrsla af honum þegar hægt verður að ræða við hann síðar í dag.

Sautján ára maður var einnig handtekinn en hann kastaði bjórdósum í bifreið lögreglu. Þar sem maðurinn er undir átján ára aldri verður málið leitt að lyktum í samstarfi við foreldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×