Innlent

Líðan mannsins sem lenti í hjólhýsabruna stöðug

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Maðurinn liggur á Landspítalanum.
Maðurinn liggur á Landspítalanum. Fréttablaðið/Pjetur
Líðan mannsins sem fluttur var á slysadeild í fyrrinótt eftir bruna í hjólhýsi í Þjórsárdal er stöðug, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á Landspítalanum.

Maðurinn brenndist í andliti og á höndum, en er ekki talinn alvarlega slasaður og verður að öllum líkindum útskrifaður á næstu dögum. Kona mannsins, sem var einnig í hjólhýsinu þegar eldurinn kom upp, var úrskurðuð látin á staðnum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×