Innlent

Nágranni reyndi björgun

Heimir Már Pétursson skrifar
Hjólhýsið er gjörónýtt eins og sjá má á myndinni. Mildi þykir að eldurinn hafi ekki læst sig í nærliggjandi hjólhýsi.
Hjólhýsið er gjörónýtt eins og sjá má á myndinni. Mildi þykir að eldurinn hafi ekki læst sig í nærliggjandi hjólhýsi.
Nágranni reyndi að koma til hjálpar þegar kona á áttræðisaldri lést þegar hjólhýsi brann til kaldra kola í hjólhýsabyggð í Þjórsárdal í nótt.

Sambýlismaður konunnar á svipuðum aldri komst út úr hjólhýsinu brenndur á höndum og í andliti og var hann fluttur til aðhlynningar á Landsspítalanum í Fossvogi.

Hödd Vilhjálmsdóttir fréttakona var á vettvangi slyssins fyrr í dag. Hún segir að vitni hafi orðið að brunanum, enda hjólhýsabyggðin nokkuð þétt og mildi að eldurinn náði ekki til fleiri hjólhýsa. Einn nágrannanna hafi farið inn í brennandi hjólhýsið til að reyna að finna konuna, en án árangurs.

Skömmu síðar hafi orðið mikil sprenging þegar gaskútar sprungu. Öllum íbúum hjólhýsabyggðarinnar var boðin áfallahjálp í morgun og þáðu sumir hana. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins á eldsupptökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×