Tvístígandi í afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu Jóhannes Stefánsson skrifar 18. ágúst 2013 20:19 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Ráðherrann telur að ekki eigi að taka viðræður við Evrópusambandið upp að nýju en eins og kunnugt er gerði núverandi ríkisstjórn hlé á viðræðunum. Þá telur hann að ekki eigi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins. „Tónnninn og fordæmið, það er búið að gefa það. Alþingi ákvað þetta þannig að mínu vitu getur Alþingi ákveðið að stöðva þetta ef það vill, en hefur ekki gert það," segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort við ættum að halda áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi. „Mér finnst það ekki nei," sagði utanríkisráðherra á Bylgjunni á morgun Í ályktunum landsfunda stjórnarflokkanna kemur fram að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu ef ákveðið verði að halda viðræðunum áfram. Ekkert er minnst á það hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hætta eigi viðræðunum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur hið sama fram. „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við evrópuasmbandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Eins og ráða má af orðum utanríksiráðherra frá því í morgun er afstaða hans í málinu mjög afdráttarlaus. Formaður sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, virðist hinsvegar vera annarar skoðunar. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni Benediktsson í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Fréttablaðið þann 24. apríl sagði Bjarni: „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það. Það verður því fróðlegt að sjá hvort efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, eða hvort viðræðum við sambandið verði slitið. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra var í útvarpsviðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Ráðherrann telur að ekki eigi að taka viðræður við Evrópusambandið upp að nýju en eins og kunnugt er gerði núverandi ríkisstjórn hlé á viðræðunum. Þá telur hann að ekki eigi að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins. „Tónnninn og fordæmið, það er búið að gefa það. Alþingi ákvað þetta þannig að mínu vitu getur Alþingi ákveðið að stöðva þetta ef það vill, en hefur ekki gert það," segir Gunnar Bragi Sveinsson. „Finnst þér ekki þörf á því að kjósa um hvort við ættum að halda áfram?" Spyr Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi. „Mér finnst það ekki nei," sagði utanríkisráðherra á Bylgjunni á morgun Í ályktunum landsfunda stjórnarflokkanna kemur fram að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu ef ákveðið verði að halda viðræðunum áfram. Ekkert er minnst á það hvort halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hætta eigi viðræðunum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur hið sama fram. „Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við evrópuasmbandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Eins og ráða má af orðum utanríksiráðherra frá því í morgun er afstaða hans í málinu mjög afdráttarlaus. Formaður sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, virðist hinsvegar vera annarar skoðunar. „Við viljum ekki ganga inn í Evrópusambandið, við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins," sagði Bjarni Benediktsson í kappræðum leiðtoga stjórnmálaflokkanna þann 25. apríl síðastliðinn í aðdraganda alþingiskosninganna á Stöð 2. Í viðtali við Fréttablaðið þann 24. apríl sagði Bjarni: „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það. Það verður því fróðlegt að sjá hvort efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, eða hvort viðræðum við sambandið verði slitið.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Sjá meira