Innlent

Eldur kom upp í yfirgefnu húsi við Hverfisgötu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndir / Aðsent og Daníel Rúnarsson
Í kvöld kviknaði í yfirgefnu húsi við Hverfisgötuna en eldurinn kom upp um korteri fyrir tíu.

Húsið stendur við Hjartagarðinn og er við Hverfisgötu 32. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á svæðið og hefur mannskapurinn náð tökum á eldinum.

Mikill svartur reykur kom út úr húsinu þegar fréttamaður Vísis var á svæðinu og hafði lögreglan og slökkviliðið lokað af götuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×